1
Minning

Bjarki Fannar Björnsson lést í bílslysinu á Vesturlandsvegi

2
Innlent

Andrés dæmdur fyrir að nauðga barni

3
Peningar

Vinsæll prestur stofnar félag utan um lánastarfsemi

4
Heimur

Kona lést á vinsælli strönd á Kanarí

5
Fólk

„Jólamatur er vondur“

6
Heimur

Kennsl borin á uppþornað lík á La Palma

7
Fólk

Nokkuð óvenjulegt einbýli til sölu í Laugardalnum

8
Innlent

Elmar dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot

9
Heimur

Vinsæl íþróttafréttakona og eiginmaður hennar fundust skotin til bana

10
Innlent

Lögreglan óskar eftir aðstoð almennings vegna mannsláts

Til baka

Kristinn Hrafnsson styður kæru Assange

„Það er óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“

Kristinn Hrafnsson og Julian Assange
Kristinn Hrafnsson og Julian AssangeKristinn styður vin sinn fullum fetum gegn sænskum yfirvöldum
Mynd: AFP

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segist styðja fyllilega kæru Julians Assange til sænskra yfirvalda þar sem krafist er að greiðslur upp á 150 milljónir íslenskra króna til nýs friðarverðlaunahafa Nóbels, Maríu Corrinu Machado, verði frystar á meðan meint lögbrot í tengslum við verðlaunaafhendinguna eru rannsökuð.

Í Facebook-færslu sinni segir Kristinn að þótt norska Nóbelsnefndin ákveði hver hljóti friðarverðlaunin, þá beri Svíar ábyrgð á umsýslu fjármuna sem tengjast arfi Alfreds Nóbels. Hann telur að greiðsla til Machado fari þvert gegn vilja stofnandans.

„Veiting fjármuna til Machado er gróflega á skjön við markmið friðarverðlaunanna sem hann skráði skýrt í erfðaskrá,“ skrifar Kristinn.

Hann bendir jafnframt á að mögulega séu brotin lög sem banna fjárstuðning við óhæfuverk og stríðsglæpi. Að hans mati liggi það fyrir að Machado hafi hvatt til hernaðaraðgerða gegn Venesúela.

„Það kemur einnig til álita að lög séu brotin sem banna fjárstuðning við óhæfuverk og stríðsglæpi þegar ljóst er að Machado hefur gerst klappstýra yfirvofandi loftárása og ef til vill innrásar Trumpstjórnarinnar í Venesúela,“ segir Kristinn og bætir við að hún hafi „þegar klappað upp mannskæðar árásir á fiskibáta undan ströndum landsins.“

Kristinn fer hörðum orðum um ákvörðun norsku Nóbelsnefndarinnar og segir hana bæði óskiljanlega og hættulega.

„Það er óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado og vel má rökstyðja að með því atferli hafi norska Nóbelsnefndin hraðað atburðaþróun og skapað réttlætingarrök fyrir Trump að ráðast á landið,“ skrifar hann.

Í færslunni varar hann einnig við yfirvofandi hernaðaraðgerðum Bandaríkjanna gegn Venesúela og tengir þær hagsmunum af olíuauðlindum landsins.

„Miðað við sturlaðar yfirlýsingar Bandaríkjaforseta fyrir rúmum sólarhring gæti verið stutt í allsherjarárás á Venesúela – en þar eru mestu olíubirgðir heimsins (ef menn velkjast í vafa um raunverulega ástæðu ofstækisins),“ segir Kristinn.

Að lokum dregur hann upp hliðstæðu við innrásina í Írak árið 2003 og varar við einföldum og villandi samanburði.

„Þeir sem gagnrýndu ólögmæta innrás í Írak 2003 voru gjarnan spurðir heimskulega og með þjósti hvort þeir styddu harðstjórann Saddam Hussein. Nú þegar sú saga endurtekur sig vona ég að fólk falli ekki í þá gryfju heimskunnar að nefna Maduro til sögunnar í þessu samhengi.“

Kristinn greinir frá því að kæra Julians Assange til sænskra yfirvalda sé að finna í fyrstu athugasemd við færslu hans.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Bendir á líkindi milli Úkraínustríðsins og upphafs seinni heimstyrjaldarinnar
Innlent

Bendir á líkindi milli Úkraínustríðsins og upphafs seinni heimstyrjaldarinnar

„En auðvitað vonar maður það besta.“
Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö
Heimur

Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö

Sagðist ætla að veiða þorsk í Keflavík en var dæmdur í fangelsi
Innlent

Sagðist ætla að veiða þorsk í Keflavík en var dæmdur í fangelsi

Hanna Björg skipuð í embætti
Innlent

Hanna Björg skipuð í embætti

Stórt skref tekið í réttindum fatlaðra fanga
Innlent

Stórt skref tekið í réttindum fatlaðra fanga

Þorvaldur Davíð vill annað sætið
Slúður

Þorvaldur Davíð vill annað sætið

TikTok notandi sagður hafa framið sjálfsvíg eftir stöðugt einelti
Heimur

TikTok notandi sagður hafa framið sjálfsvíg eftir stöðugt einelti

Margrét Löf segir ákæruvaldið hafa dregið upp ranga mynd af háttsemi hennar
Innlent

Margrét Löf segir ákæruvaldið hafa dregið upp ranga mynd af háttsemi hennar

Reykjavík skilgreind sem fjölmenningarborg
Innlent

Reykjavík skilgreind sem fjölmenningarborg

Höfðingjasetur með listaverk í garðinum til sölu
Myndir
Fólk

Höfðingjasetur með listaverk í garðinum til sölu

Eiríkur skilur ekki umræðuna um framhaldsskólana
Innlent

Eiríkur skilur ekki umræðuna um framhaldsskólana

Vinsæll prestur stofnar félag utan um lánastarfsemi
Peningar

Vinsæll prestur stofnar félag utan um lánastarfsemi

Kona kærð fyrir að taka ólöglega beygju
Innlent

Kona kærð fyrir að taka ólöglega beygju

Innlent

Bendir á líkindi milli Úkraínustríðsins og upphafs seinni heimstyrjaldarinnar
Innlent

Bendir á líkindi milli Úkraínustríðsins og upphafs seinni heimstyrjaldarinnar

„En auðvitað vonar maður það besta.“
Margrét Löf segir ákæruvaldið hafa dregið upp ranga mynd af háttsemi hennar
Innlent

Margrét Löf segir ákæruvaldið hafa dregið upp ranga mynd af háttsemi hennar

Sagðist ætla að veiða þorsk í Keflavík en var dæmdur í fangelsi
Innlent

Sagðist ætla að veiða þorsk í Keflavík en var dæmdur í fangelsi

Hanna Björg skipuð í embætti
Innlent

Hanna Björg skipuð í embætti

Stórt skref tekið í réttindum fatlaðra fanga
Innlent

Stórt skref tekið í réttindum fatlaðra fanga

Kristinn Hrafnsson styður kæru Assange
Innlent

Kristinn Hrafnsson styður kæru Assange

Loka auglýsingu