1
Fólk

Ester reynir aftur að selja höllina í Laugardalnum

2
Innlent

Lögreglan lýsti eftir sex ára dreng

3
Heimur

Stífla við Belgorod farin að leka eftir árás Úkraínu

4
Landið

Kristmundur þiggur starfið sem Úlfar afþakkaði

5
Innlent

Halla fer fyrir krabbameinsráði Ölmu

6
Innlent

Lögreglan biður fólk að fara heim sem allra fyrst

7
Innlent

Dæmdur í fangelsi fyrir að stela kjötbollum og lambalæri

8
Pólitík

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála

9
Heimur

Söngkona All Saints opinberar dekkri hlið poppheimsins á tíunda áratugnum

10
Innlent

Glímt við náttúruöflin í Kópavogi

Til baka

Kristrún neitaði með öllu að Víðir hafi gefið Útlendingastofnun fyrirmæli

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir beinum orðum að Útlendingastofnun hafi verið í lófa lagið að vísa sautján ára dreng frá Kólumbíu úr landi, en að það hafi fyrst og síðast verið ákvörðun stofnunarinnar að gera það ekki.

Kristrún Frostadóttir mynd Samfylkingin
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.Segir að Víðir Reynisson ekki hafa gefið Útlendingastofnun nein fyrirmæli.
Mynd: Samfylkingin.

Forsætisráðherra segir að Útlendingastofnun hafi verið í lófa lagið að vísa unglingspilti frá Kólumbíu úr landi; það hafi hins vegar verið ákvörðun stofnunarinnar að gera það ekki.

Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Miðflokks saumuðu ansi hressilega að forsætisráðherra vegna ákvörðunar formanns allsherjar- og menntamálanefndar þess efnis að upplýsa Útlendingastofnun að hinn sautján ára Oscar Florez frá Kólumbíu fengi nánast örugglega íslenskan ríkisborgararétt. Varð það til þess að Útlendingastofnun frestaði því brottflutningi drengsins á þriðjudaginn.

Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra sakaði formanninn, Víði Reynisson, um að hafa lekið trúnaðarupplýsingum út úr nefndinni með því að upplýsa Útlendingastofnun um málið; því hafi hann haft pólitísk sem og ólögmæt afskipti til að framkalla niðurstöðu sem honum væri þóknanleg:

„Þegar einstakir þingmenn í meiri hluta ríkisstjórnarinnar telja sér heimilt að grípa fram fyrir hendur kerfisins í krafti stöðu sinnar þá er það ekki aðeins óboðlegt heldur grefur það undan trausti á kerfinu, jafnræði umsækjenda og lögmæti ákvarðana,“ sagði Guðrún við fréttastofu RÚV.

For­stjóri Út­lend­inga­stofn­un­ar vildi stað­fest­ingu frá Víði að dreng­ur­inn fengi rík­is­borg­ara­rétt.

Þingmaður Miðflokksins, Ingibjörg Davíðsdóttir, heimtaði líka skýringa frá forsætisráðherra:

„Það getur ekki talist eðlilegt að einstaklingar sem uppfylla ekki skilyrði til hælis og fá synjun um vernd frá tveimur stjórnsýslustigum geti leitað ásjár Alþingis og fengið vernd þannig, nánast með loforði um veitingu ríkisborgararéttar. Hér hefur verið opnað pandórubox með inngripi formanns allsherjarnefndar og jafnvel er talið að viðkomandi hafi brotið stjórnsýslulög með inngripi sínu.“

Forsætisráðherra, Kristrún Frostadóttir, sagði að stór og mikil orð um gagnaleka hafi verið látin falla í þinginu og minnti um leið fólk á að stjórnsýslulög gildi ekki um störf löggjafarvaldsins; Kristrún þverneitaði með öllu að Víðir hafi gefið Útlendingastofnun nokkur fyrirmæli í málinu: Hann hafi einungis verið að upplýsa hana um stöðu málsins:

„Það er Útlendingastofnun sjálf sem ákvað að aðhafast eitthvað í þessu máli og vitnar í því samhengi í heimild sem þau hafa. Þau þurftu ekkert að bregðast við þessum upplýsingum.“

Kristrún benti enn fremur á að fyrirkomulag þetta hafi verið viðhaft á þinginu um langt árabil og ef þingmönnum þætti tilefni til að breyta því, þá væri það alfarið ákvörðun þingsins:

„En það er hægt að fletta því upp, áraraðir aftur í tímann, þar sem fólk er að taka mynd af sér með fólki, sem hefur áður fengið synjun á öðrum stigum, eftir að hafa veitt þeim ríkisborgararétt hér inni.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Paul Pierce ákærður
Sport

Paul Pierce ákærður

Var um tíma einn besti leikmaður NBA deildarinnar
Sundlaug Vesturbæjar opnar aftur
Innlent

Sundlaug Vesturbæjar opnar aftur

Hamas sakar Ísrael um að hindra leit að líkum gísla
Heimur

Hamas sakar Ísrael um að hindra leit að líkum gísla

Sybil úr Hótel Tindastóli er látin
Minning

Sybil úr Hótel Tindastóli er látin

Svavar Knútur gagnrýnir umræðu um „krísu karlmennskunnar“
Fólk

Svavar Knútur gagnrýnir umræðu um „krísu karlmennskunnar“

Ellefu ferðamenn létust er flugvél hrapaði í skóglendi
Myndband
Heimur

Ellefu ferðamenn létust er flugvél hrapaði í skóglendi

Lögreglan biður fólk að fara heim sem allra fyrst
Innlent

Lögreglan biður fólk að fara heim sem allra fyrst

Stífla við Belgorod farin að leka eftir árás Úkraínu
Heimur

Stífla við Belgorod farin að leka eftir árás Úkraínu

Ester reynir aftur að selja höllina í Laugardalnum
Myndir
Fólk

Ester reynir aftur að selja höllina í Laugardalnum

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála
Pólitík

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála

Dæmdur í fangelsi fyrir að stela kjötbollum og lambalæri
Innlent

Dæmdur í fangelsi fyrir að stela kjötbollum og lambalæri

Hinn sjötugi Kelsey Grammer eignast sitt áttunda barn
Heimur

Hinn sjötugi Kelsey Grammer eignast sitt áttunda barn

Halla fer fyrir krabbameinsráði Ölmu
Innlent

Halla fer fyrir krabbameinsráði Ölmu

Pólitík

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála
Pólitík

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála

„Íslenskir stjórnmálamenn hafa líka lært leikinn“
„Evrópustjórnmál eru live-action búningadrama ríka fólksins“
Pólitík

„Evrópustjórnmál eru live-action búningadrama ríka fólksins“

Smári gagnrýnir innflutning „Trumpisma og anti-woke“ stefnu til Íslands
Pólitík

Smári gagnrýnir innflutning „Trumpisma og anti-woke“ stefnu til Íslands

„Mér finnst löngu tímabært að hætta að banna veðmálastarfsemi“
Pólitík

„Mér finnst löngu tímabært að hætta að banna veðmálastarfsemi“

Gadzhi frá Dagestan skrifar Kristrúnu eftir brottvísun
Pólitík

Gadzhi frá Dagestan skrifar Kristrúnu eftir brottvísun

Ágústa hjólar í Eld Smára
Pólitík

Ágústa hjólar í Eld Smára

Loka auglýsingu