1
Minning

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri

2
Innlent

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”

3
Mannlífið

Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast

4
Innlent

Stór hluti ákæru felldur niður í máli Shamsudin-bræðra

5
Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn

6
Menning

Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag

7
Innlent

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði

8
Innlent

Tíu ára drengur illa útleikinn: „Dekkið hafði verið losað á hjólinu hans“

9
Innlent

Atli Vikar er fundinn heill á húfi

10
Innlent

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“

Til baka

Kristrún neitaði með öllu að Víðir hafi gefið Útlendingastofnun fyrirmæli

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir beinum orðum að Útlendingastofnun hafi verið í lófa lagið að vísa sautján ára dreng frá Kólumbíu úr landi, en að það hafi fyrst og síðast verið ákvörðun stofnunarinnar að gera það ekki.

Kristrún Frostadóttir mynd Samfylkingin
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.Segir að Víðir Reynisson ekki hafa gefið Útlendingastofnun nein fyrirmæli.
Mynd: Samfylkingin.

Forsætisráðherra segir að Útlendingastofnun hafi verið í lófa lagið að vísa unglingspilti frá Kólumbíu úr landi; það hafi hins vegar verið ákvörðun stofnunarinnar að gera það ekki.

Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Miðflokks saumuðu ansi hressilega að forsætisráðherra vegna ákvörðunar formanns allsherjar- og menntamálanefndar þess efnis að upplýsa Útlendingastofnun að hinn sautján ára Oscar Florez frá Kólumbíu fengi nánast örugglega íslenskan ríkisborgararétt. Varð það til þess að Útlendingastofnun frestaði því brottflutningi drengsins á þriðjudaginn.

Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra sakaði formanninn, Víði Reynisson, um að hafa lekið trúnaðarupplýsingum út úr nefndinni með því að upplýsa Útlendingastofnun um málið; því hafi hann haft pólitísk sem og ólögmæt afskipti til að framkalla niðurstöðu sem honum væri þóknanleg:

„Þegar einstakir þingmenn í meiri hluta ríkisstjórnarinnar telja sér heimilt að grípa fram fyrir hendur kerfisins í krafti stöðu sinnar þá er það ekki aðeins óboðlegt heldur grefur það undan trausti á kerfinu, jafnræði umsækjenda og lögmæti ákvarðana,“ sagði Guðrún við fréttastofu RÚV.

For­stjóri Út­lend­inga­stofn­un­ar vildi stað­fest­ingu frá Víði að dreng­ur­inn fengi rík­is­borg­ara­rétt.

Þingmaður Miðflokksins, Ingibjörg Davíðsdóttir, heimtaði líka skýringa frá forsætisráðherra:

„Það getur ekki talist eðlilegt að einstaklingar sem uppfylla ekki skilyrði til hælis og fá synjun um vernd frá tveimur stjórnsýslustigum geti leitað ásjár Alþingis og fengið vernd þannig, nánast með loforði um veitingu ríkisborgararéttar. Hér hefur verið opnað pandórubox með inngripi formanns allsherjarnefndar og jafnvel er talið að viðkomandi hafi brotið stjórnsýslulög með inngripi sínu.“

Forsætisráðherra, Kristrún Frostadóttir, sagði að stór og mikil orð um gagnaleka hafi verið látin falla í þinginu og minnti um leið fólk á að stjórnsýslulög gildi ekki um störf löggjafarvaldsins; Kristrún þverneitaði með öllu að Víðir hafi gefið Útlendingastofnun nokkur fyrirmæli í málinu: Hann hafi einungis verið að upplýsa hana um stöðu málsins:

„Það er Útlendingastofnun sjálf sem ákvað að aðhafast eitthvað í þessu máli og vitnar í því samhengi í heimild sem þau hafa. Þau þurftu ekkert að bregðast við þessum upplýsingum.“

Kristrún benti enn fremur á að fyrirkomulag þetta hafi verið viðhaft á þinginu um langt árabil og ef þingmönnum þætti tilefni til að breyta því, þá væri það alfarið ákvörðun þingsins:

„En það er hægt að fletta því upp, áraraðir aftur í tímann, þar sem fólk er að taka mynd af sér með fólki, sem hefur áður fengið synjun á öðrum stigum, eftir að hafa veitt þeim ríkisborgararétt hér inni.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg
Heimur

Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg

Sýnir að Netanyahu hefur engan áhuga á vopnahléi, segir ísraelskur dálkahöfundur
Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast
Mannlífið

Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum
Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“
Innlent

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum
Heimur

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri
Minning

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann
Menning

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann

Prís mun ódýrara ári eftir opnun
Peningar

Prís mun ódýrara ári eftir opnun

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði
Innlent

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”
Innlent

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”

Atli Vikar er fundinn heill á húfi
Innlent

Atli Vikar er fundinn heill á húfi

Sveitarfélögin á svæðinu leggjast gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk
Innlent

Sveitarfélögin á svæðinu leggjast gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk

Tímabundið skjól – einstök sýning í Bíó Paradís á sjálfstæðisdegi Úkraínu
Menning

Tímabundið skjól – einstök sýning í Bíó Paradís á sjálfstæðisdegi Úkraínu

Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum
Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum

„Þessir flokkar hafa samfleytt ráðið yfir menntamálum síðan 2013, þar til núverandi ríkisstjórn tók við í desember“
Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga
Pólitík

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga

Fjármálaráðherra bætir við sig öðrum aðstoðarmanni
Pólitík

Fjármálaráðherra bætir við sig öðrum aðstoðarmanni

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór
Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“
Pólitík

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram
Pólitík

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram

Loka auglýsingu