1
Fólk

Ester reynir aftur að selja höllina í Laugardalnum

2
Innlent

Lögreglan lýsti eftir sex ára dreng

3
Heimur

Stífla við Belgorod farin að leka eftir árás Úkraínu

4
Landið

Kristmundur þiggur starfið sem Úlfar afþakkaði

5
Innlent

Halla fer fyrir krabbameinsráði Ölmu

6
Innlent

Lögreglan biður fólk að fara heim sem allra fyrst

7
Innlent

Dæmdur í fangelsi fyrir að stela kjötbollum og lambalæri

8
Pólitík

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála

9
Heimur

Söngkona All Saints opinberar dekkri hlið poppheimsins á tíunda áratugnum

10
Innlent

Glímt við náttúruöflin í Kópavogi

Til baka

Kristrún og Hildur deila um frum­varp: „Er fjár­málaráðherra hætt­ur?“

Þingkona Sjálf­stæðis­flokks­ins seg­ir rík­is­stjórn­ina ósam­stiga og bend­ir á að frum­varp um bæt­ur al­manna­trygg­inga­kerf­is­ins hafi verið samþykkt þrátt fyr­ir at­huga­semd­ir fjár­málaráðherra. For­sæt­isáðherra þver­tek­ur fyr­ir staðhæf­inguna og seg­ir rík­is­stjórn­ina stolta af frum­varp­inu.

Kristrún Frostadóttir og Hildur Sverrisdóttir.
Kristrún og Hildur ósammálaForsætisráðherra þvertekur fyrir staðhæfingar Hildar.
Mynd: Samsett mynd.

Þingkona Sjálf­stæðis­flokks­ins, Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, seg­ir rík­is­stjórn­ina ósam­stiga og bend­ir á að frum­varp um bæt­ur al­manna­trygg­inga­kerf­is­ins hafi verið samþykkt þrátt fyr­ir at­huga­semd­ir fjár­málaráðherra.

Kristrún Frostadóttir for­sæt­isáðherra þver­tek­ur fyr­ir staðhæf­ingu Hild­ar: Seg­ir rík­is­stjórn­ina afar stolta af frum­varp­i sínu.

Hild­ur spurði Kristrúnu um skipu­lag rík­is­stjórn­ar­inn­ar í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um á Alþingi fyrr í dag:

„Rík­is­stjórn­inni er tíðrætt um að vera sér­lega sam­stiga í öll­um sín­um störf­um og er það vel. En það er nú reynd­ar svo að at­vik síðustu vikna benda til þess að svo sé kannski alls ekki,“ sagði Hild­ur í samtali við mbl.is.

Daði Már Kristó­fers­son fjár­málaráðherra gerði ný­lega miklar at­huga­semd­ir við frum­varp Ingu Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, varðandi teng­ingu bóta al­manna­trygg­inga­kerf­is­ins við launa­vísi­tölu í minn­is­blaði er fjár­málaráðuneytið sendi vel­ferðar­nefnd:

„Það virðist vera ákveðið þema hjá þess­ari rík­is­stjórn að hlusta ekki á þær fag­legu at­huga­semd­ir sem ber­ast um mál,“ sagði Hild­ur og bætti því við að það væri ekk­ert til sem kallaðist álit fjár­málaráðuneyt­is­ins; allt sem kæmi úr þeirri átt væri í nafni sem og á ábyrgð fjár­málaráðherra:

„Er hæst­virt­ur fjár­málaráðherra hætt­ur í þess­ari rík­is­stjórn eða hafa hans sjón­ar­mið ekk­ert vægi við rík­is­stjórn­ar­borðið, hið sam­henta rík­is­stjórn­ar­borð?“ spurði hún í þinginu.

Forsætisráðherra kom þá í pontu og sagði að fyr­ir­ætlan­ir rík­is­stjórn­ar væru þær að stöðva kjaragliðnun hóps­ins sem bæt­urn­ar ættu við. Hún sagði einnig að búið væri að fjár­magna fyr­ir­ætlan­irn­ar og því um póli­tíska for­gangs­röðun hér að ræða. Kom fram í máli Kristrúnar að Daði hefði samþykkt frum­varpið og tekið fram að í minn­is­blaðinu væri helst verið að leggja áherslu á kostnaðinn sem aðgerðunum fylgdi. Það þyrfti að fjár­magna fyr­ir­ætlan­irn­ar og það er rík­is­stjórn­in að gera samkvæmt orðum Kristrún­ar:

„Þessi rík­is­stjórn er sam­stiga. Það ligg­ur al­veg fyr­ir. Þetta var samþykkt ein­róma út úr rík­is­stjórn og við erum stolt af þessu frum­varpi.“

Hild­ur hélt áfram og benti á skoðanamun á milli Hönnu Katrín­ar Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra og Sig­ur­jóns Þórðar­son­ar, þing­manns Flokks fólks­ins, varðandi fjölda leyfi­legra daga í strand­veiðum.

Í frum­varpi at­vinnu­vegaráðherra kemur fram hvort skoða ætti að minnka leyfi­legt magn á hverj­um degi til að mæta fjölda daga:

„Hér er búið að dreifa þessu frum­varpi og ekki búið að leiðrétta þessi orð eða ekki búið að prenta það upp á nýtt eða dreifa aft­ur. Því er rétt að spyrja hæst­virt­an for­sæt­is­ráðherra, verk­stjór­ann, hvort sé rétt. Kem­ur til greina að gera þess­ar breyt­ing­ar? Hvor er að segja satt,“ spyr Hild­ur.

Að mati Kristrúnar segja báðir aðila satt og rétt frá og hún bættiþví svo við að at­vinnu­vegaráðherra hefði lýst því yfir að eigi stæði til að minnka dag­legt magn:

„Það er ekk­ert óeðli­legt við nefnd­ar­yf­ir­ferð að alls kon­ar val­kost­um sé velt upp, sér­stak­lega ef fólki finnst þetta vond hug­mynd eða hefði viljað gera þetta með öðrum hætti en kem­ur fram í frum­varp­inu.“

Að endingu sagði Kristrún rík­is­stjórn­ sína standa á bak við frum­varpið; sagði vilja til staðar til að rýmka fyr­ir heim­ild­um.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Paul Pierce ákærður
Sport

Paul Pierce ákærður

Var um tíma einn besti leikmaður NBA deildarinnar
Sundlaug Vesturbæjar opnar aftur
Innlent

Sundlaug Vesturbæjar opnar aftur

Hamas sakar Ísrael um að hindra leit að líkum gísla
Heimur

Hamas sakar Ísrael um að hindra leit að líkum gísla

Sybil úr Hótel Tindastóli er látin
Minning

Sybil úr Hótel Tindastóli er látin

Svavar Knútur gagnrýnir umræðu um „krísu karlmennskunnar“
Fólk

Svavar Knútur gagnrýnir umræðu um „krísu karlmennskunnar“

Ellefu ferðamenn létust er flugvél hrapaði í skóglendi
Myndband
Heimur

Ellefu ferðamenn létust er flugvél hrapaði í skóglendi

Lögreglan biður fólk að fara heim sem allra fyrst
Innlent

Lögreglan biður fólk að fara heim sem allra fyrst

Stífla við Belgorod farin að leka eftir árás Úkraínu
Heimur

Stífla við Belgorod farin að leka eftir árás Úkraínu

Ester reynir aftur að selja höllina í Laugardalnum
Myndir
Fólk

Ester reynir aftur að selja höllina í Laugardalnum

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála
Pólitík

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála

Dæmdur í fangelsi fyrir að stela kjötbollum og lambalæri
Innlent

Dæmdur í fangelsi fyrir að stela kjötbollum og lambalæri

Hinn sjötugi Kelsey Grammer eignast sitt áttunda barn
Heimur

Hinn sjötugi Kelsey Grammer eignast sitt áttunda barn

Halla fer fyrir krabbameinsráði Ölmu
Innlent

Halla fer fyrir krabbameinsráði Ölmu

Pólitík

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála
Pólitík

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála

„Íslenskir stjórnmálamenn hafa líka lært leikinn“
„Evrópustjórnmál eru live-action búningadrama ríka fólksins“
Pólitík

„Evrópustjórnmál eru live-action búningadrama ríka fólksins“

Smári gagnrýnir innflutning „Trumpisma og anti-woke“ stefnu til Íslands
Pólitík

Smári gagnrýnir innflutning „Trumpisma og anti-woke“ stefnu til Íslands

„Mér finnst löngu tímabært að hætta að banna veðmálastarfsemi“
Pólitík

„Mér finnst löngu tímabært að hætta að banna veðmálastarfsemi“

Gadzhi frá Dagestan skrifar Kristrúnu eftir brottvísun
Pólitík

Gadzhi frá Dagestan skrifar Kristrúnu eftir brottvísun

Ágústa hjólar í Eld Smára
Pólitík

Ágústa hjólar í Eld Smára

Loka auglýsingu