1
Fólk

Þekktasti tengdasonur Íslands dásamar íslenska náttúru

2
Innlent

Segir að Stefán Einar hafi verið „rjóður af kampaþambi“

3
Heimur

Karlmaður reyndi að koma látinni konu í flug á Tenerife

4
Heimur

Vinsælli strönd á Tenerife lokað

5
Innlent

Matvælastofnun varar við neyslu á þekktu tei

6
Fólk

Kristján segist ekki vera „rasisti“

7
Fólk

Glúmur minnist föðurafa síns

8
Fólk

Eitt glæsilegasta hús Íslands komið aftur á sölu

9
Innlent

Einn fluttur á bráðamóttökuna

10
Innlent

Hafnfirsk kona vill losna úr málamyndahjónabandi

Til baka

Laundóttir Freddie Mercury látin

„Hann dýrkaði mig og var mér afar tryggur“

Freddie Mercury
Freddie MercuryFreddy á tvo unga afasyni
Mynd: kentarotakizawa/Flickr.com

Leynileg dóttir Freddie Mercury, sem vakti heimsathygli þegar greint var frá tilvist hennar í eldfimri bók á síðasta ári, er látin, 48 ára að aldri.

Lausaleiksdóttir stórsöngvarans úr Queen, sem aðeins var þekkt undir stafnum B, var opinberuð í aðdraganda útgáfu bókarinnar Love, Freddie, sem vakti mikla athygli.

Dóttirin ræddi við höfund bókarinnar, tónlistarblaðakonuna Lesley-Ann Jones, og greindi frá tengslum sínum við rokkstjörnuna, þó var raunverulegt nafn hennar og auðkenni aldrei gert opinbert.

Nú, aðeins nokkrum mánuðum eftir þessa miklu uppljóstrun, hefur „hin falda“ dóttir rokkstjörnunnar látist. Hún var 48 ára, aðeins þremur árum eldri en faðir hennar var þegar hann lést árið 1991. Fjölskylda hennar staðfesti andlátið og sagði hún hafa dáið „í friði eftir langa baráttu við sarkmein (chordoma), sjaldgæft krabbamein í hrygg“, og að hún skilji eftir sig tvo syni, níu og sjö ára.

Í yfirlýsingu frá eiginmanni hennar, Thomas að nafni, sem birt var í Daily Mail, segir meðal annars:

„B er nú með elskuðum og kærleiksríkum föður sínum í heimi hugsananna. Ösku hennar var dreift með vindinum yfir Ölpunum.“

Á sama tíma lýsti Lesley-Ann Jones mikilli sorg sinni vegna andlátsins og sagði í samtali við miðilinn:

„Ég er harmi slegin yfir missi þessarar konu sem varð mér náinn vinur. Hún kom til mín með óeigingjarnt markmið: að ryðja úr vegi öllum þeim sem hafa haft frjálsar hendur með sögu Freddies í 32 ár, að ögra lygum þeirra og endurskrifun lífs hans, og að færa sannleikann fram.“

Jones bætti við:

„Í lokakafla lífs hennar var þetta það eina sem skipti hana máli. Hún var mjög veik allan þann fjögurra ára tíma sem við unnum saman. En hún var í leiðangri. Hún setti sjálfa sig og eigin þarfir alltaf til hliðar.“

Á síðasta ári greindi höfundurinn frá því að Freddie Mercury hefði eignast barn í leyni eftir ástarsamband árið 1976. Þá sagði hún:

„Eftir að hafa varið aldarfjórðungi í að rannsaka og skrifa bækur um Freddie Mercury, og fylgst með tónleikaferðalögum Queen, taldi ég mig vita nánast allt sem hægt væri að vita um hann. Ég hafði rangt fyrir mér. Að vinna með eina barni hans og nánasta aðstandanda í nokkur ár við að skapa bók sem segir sanna sögu hans, í hans eigin orðum og dóttur hans, hefur verið mesti heiður starfsferils míns. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér þennan falda Freddie. Samt var hann raunverulegur.“

Í kjölfar andláts dótturinnar greindi Jones frá fleiri smáatriðum um samband hennar og Mercury. Hún segir hann hafa kallað hana „Bibi“ og skrifað nokkur lög um hana. Þá er haft eftir henni að hann hafi einnig kallað hana trésor“, sem þýðir „fjársjóður“ á frönsku, sem og „litla froskinn sinn“. Lögin Don’t Try So Hard og Bijou eru sögð hafa verið samin um leynidóttur hans, sem söngvarinn á að hafa átt afar náið samband við allt til dauðadags árið 1991.

Freddie, sem þekktur var fyrir lög á borð við We Will Rock You, Who wants to Live Forever og Bohemian Rapsody, á að hafa getið dóttur sína eftir stutt og óvænt ástarsamband árið 1976 við eiginkonu eins nánasta vinar síns. Þótt tilvist barnsins hafi verið vandlega varðveitt leyndarmál vissu nokkrir sannleikann, þar á meðal foreldrar hans, systir, hljómsveitarfélagar og náinn trúnaðarvinur hans, Mary Austin.

Þar sem auðkenni dóttur Freddies var aldrei opinberað komu þó fram nokkrar upplýsingar um hana, meðal annars að hún hefði búið í Evrópu, starfað innan heilbrigðiskerfisins og átt börn. Þegar tengsl hennar við Freddie voru opinberuð lýsti hún því hvernig hún hefði alist upp hjá ástríkri fjölskyldu en alltaf vitað að tónlistargoðsögnin væri faðir hennar. Áður en Freddie lést úr lungnabólgu af völdum alnæmis árið 1991 afhenti hann dóttur sinni 17 bindi af persónulegum dagbókum sínum.

Dóttirin hélt dagbókunum leyndum í mörg ár en afhenti þær síðar Jones, og urðu þær grunnur bókarinnar sem vakti mikla athygli.

Freddie var afar annt um einkalíf sitt um ævina og tilkynnti aðeins daginn fyrir andlát sitt að hann væri greindur með alnæmi, eftir að hafa komið opinberlega fram síðustu 12 mánuðina þar á undan þar sem hann virtist sífellt veikari. Hann átti í samböndum bæði við karla og konur, þar á meðal Mary Austin. Þau kynntust þegar hún var 19 ára og hann 24 ára, áður en heimsfrægð hans hófst. Þau bjuggu saman og voru trúlofuð áður en Freddie kom út sem samkynhneigður. Þau eignuðust aldrei börn saman, en Mary eignaðist síðar tvo syni með öðrum maka og hélt nánu sambandi við Freddie til æviloka. Talið er að hún hafi vitað af dóttur hans.

Í bókinni Love, Freddie birti B handskrifað bréf þar sem segir meðal annars:

„Freddie Mercury var og er faðir minn. Við áttum mjög náið og ástríkt samband frá því ég fæddist og öll síðustu 15 ár lífs hans.“

„Hann dýrkaði mig og var mér afar tryggur. Aðstæður í kringum fæðingu mína kunna að þykja óvenjulegar og jafnvel hneykslanlegar í augum margra.

Það kemur mér ekki á óvart. Það dró þó aldrei úr skuldbindingu hans við að elska mig og annast. Hann geymdi mig eins og dýrmætan fjársjóð.“

Lesley-Ann Jones greindi einnig frá því að B hefði haft samband við hana þremur árum áður en bókin kom út, en að hún hefði í fyrstu verið efins.

„Eðlishvöt mín sagði mér að efast um allt, en ég er fullkomlega sannfærð um að hún sé ekki að ímynda sér þetta.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Ekki hægt að slá föstu að illa hafi verið farið með börn á Vöggustofu
Innlent

Ekki hægt að slá föstu að illa hafi verið farið með börn á Vöggustofu

Skýrsla um Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins kynnt
Ríkir bandamenn Trumps með fjárhagslega hagsmuni af Grænlandi
Heimur

Ríkir bandamenn Trumps með fjárhagslega hagsmuni af Grænlandi

Hafnfirsk kona vill losna úr málamyndahjónabandi
Innlent

Hafnfirsk kona vill losna úr málamyndahjónabandi

Jóhann Alfreð stofnar fyrirtæki
Peningar

Jóhann Alfreð stofnar fyrirtæki

„Slæm geðheilsa er ein stærsta áskorun háskólanema“
Innlent

„Slæm geðheilsa er ein stærsta áskorun háskólanema“

Háttsettur Rússi hótar að „klára“ Evrópu með kjarnorkuvopnum
Heimur

Háttsettur Rússi hótar að „klára“ Evrópu með kjarnorkuvopnum

Eitt glæsilegasta hús Íslands komið aftur á sölu
Myndir
Fólk

Eitt glæsilegasta hús Íslands komið aftur á sölu

Vinsælli strönd á Tenerife lokað
Heimur

Vinsælli strönd á Tenerife lokað

Einn fluttur á bráðamóttökuna
Innlent

Einn fluttur á bráðamóttökuna

Segir að Stefán Einar hafi verið „rjóður af kampaþambi“
Innlent

Segir að Stefán Einar hafi verið „rjóður af kampaþambi“

Varað við neyslu lífrænna nýrnabauna
Innlent

Varað við neyslu lífrænna nýrnabauna

Rithöfundar og fræðimenn þrýsta á bresk yfirvöld vegna hungurverkfallsfanga
Heimur

Rithöfundar og fræðimenn þrýsta á bresk yfirvöld vegna hungurverkfallsfanga

Heimur

Ríkir bandamenn Trumps með fjárhagslega hagsmuni af Grænlandi
Heimur

Ríkir bandamenn Trumps með fjárhagslega hagsmuni af Grænlandi

Áhugi forsetans á Grænlandi ekki endilega vegna þjóðaröryggishagsmuna, að sögn sérfræðinga.
Trump gaf starfmanni Ford-verksmiðju fingurinn
Myndband
Heimur

Trump gaf starfmanni Ford-verksmiðju fingurinn

Laundóttir Freddie Mercury látin
Heimur

Laundóttir Freddie Mercury látin

Háttsettur Rússi hótar að „klára“ Evrópu með kjarnorkuvopnum
Heimur

Háttsettur Rússi hótar að „klára“ Evrópu með kjarnorkuvopnum

Vinsælli strönd á Tenerife lokað
Heimur

Vinsælli strönd á Tenerife lokað

Rithöfundar og fræðimenn þrýsta á bresk yfirvöld vegna hungurverkfallsfanga
Heimur

Rithöfundar og fræðimenn þrýsta á bresk yfirvöld vegna hungurverkfallsfanga

Loka auglýsingu