
Leikfélag Reykjavíkur hefur samið við leikara og dansara og verður því ekkert úr fyrirhuguðu verkfalli og ekki þarf að aflýsa neinum sýningum hjá Borgarleikhúsinu eins og stefndi í.
Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks, staðfesti þetta í samtali við RÚV en deilan snérist mestmegnis að launum og starfsumhverfi leikara og dansara. Mörgum þyki vinnutíminn ekki fjölskylduvænn en það endurspeglist ekki endilega í laununum.
„Þetta er búið að vera langt og strangt. Samningar hafa verið lausir í 14 mánuði og þetta hefur tekið á fólk, en við kvöddumst í vinsemd,“ sagði Birna.
Hefði komið til verkfalls hefðu sýningar helgarinnar fallið niður en mikil spenna ríkir hjá þjóðinni vegna Þetta er Laddi sem leikhúsið setur upp. Verkið var frumsýnt í síðustu viku við góða dóma.
Komment