
Marteinn Þórsson, kvikmyndaleikstjóri lenti í árekstri við vörubíl á Þorláksmessu.
Marteinn, sem leikstýrði meðal annars kvikmyndunum One Point 0, Rokland og XL, skrifaði Facebook-færslu þar sem hann lýsir óhugnanlegu atviki sem hann lenti í á síðastliðinni Þorláksmessu. Segir hann bifreið hafa svínað fyrir hann í Ártúnsbrekkunni með þeim afleiðingum að hann hafi þurft að hemla og beygja af leið. Við það hafi vörubíll ekið á hann. Sem betur fer slasaðist enginn en í lok færslunnar segist Marteinn vera þakklátur fyrir að ekki fór verr og segir lífið verðmætt.
Hér má lesa færsluna:
„Á Þorláksmessu svínaði bíll í veg fyrir okkur Mínu í Ártúnsbrekku á vesturleið. Til að forðast árekstur bremsaði ég og beygði og þá keyrði á okkur trukkur og strauaði alla vinstri hlið bílsins okkar. Við slösuðumst ekki sem betur fer. Innilega þakklátur fyrir það. Lífið er dýrmætt. Sendum ykkur öllum kærar jólakveðjur elskurnar.“

Komment