
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum eftir að kona á rafmagnshlaupahjóli slasaðist í árekstri við bifreið á hjólastíg á Hverfisgötu, á móti Þjóðleikhúsinu, síðastliðinn þriðjudagsmorgun, 7. október, rétt fyrir klukkan níu.
Samkvæmt upplýsingum lögreglu var um að ræða ljósgráa bifreið sem beygt var af Hverfisgötu í átt að planinu austan við Þjóðleikhúsið þegar áreksturinn varð. Konan féll af hlaupahjólinu en farþegar í strætisvagni sem var á leiðinni framhjá hlúðu að henni á vettvangi.
Slysið var ekki tilkynnt til viðbragðsaðila á þeim tíma, en konan leitaði síðar á slysadeild þar sem áverkar komu í ljós.
Lögregla minnir á að í slíkum atvikum beri ökumönnum að ganga úr skugga um að enginn hafi slasast og tilkynna málið, þar sem áverkar geta komið fram síðar.
Vitni hafa lýst því að konan á bifreiðinni hafi verið kona og er hún beðin um að hafa samband við lögreglu. Þá eru aðrir sem kunna að hafa séð atvikið einnig hvattir til að gefa sig fram í síma 444 1000 eða með tölvupósti á [email protected].

Komment