
Lið Álftaness í körfubolta hefur samið við Ade Murkey fyrir komandi leiktíð í Bónus deild karla.
Á vefsíðunni karfan.is segir að í síðasta þætti af Run and Gun með Máté Dalmay í bŕúnni staðfestir stjórnarmaður Álftnesinga að búið sé að semja við leikmanninn.
Bandaríkjamaðurinn Ade Murkey er 27 ára gamall og 196 sentimetrar á hæð; hann er framherji sem síðast lék fyrir Wisconsin Herd í þróunardeild NBA deildarinnar.
Kemur fram að Álftanes sé fyrsta liðið í Evrópu sem kappinn leikur fyrir; hann var til skamms tíma leikamður í NBA deildinni; var á mála hjá Sacramento Kings keppnistímabilið 2021-22.
Hann kemur til Álftaness frá félagi sem heitir Knox Raiders, og er í Ástralíu.
Ljóst er af þessum fréttum að Álftanes ætlar sér stóra hluti á komandi keppnistímabili.
Komment