1
Innlent

Friðrik sakaður um að áreita starfsfólk

2
Heimur

Mæðginum rænt á vinsælum áfangastað Íslendinga

3
Innlent

Þóra Kristín hæðist að þingmönnum Sjálfstæðisflokksins

4
Pólitík

Áslaug Arna fer í níu mánaða leyfi

5
Minning

Birgir Guðjónsson er fallinn frá

6
Heimur

Faðir Virginia Giuffre trúir ekki að hún hafi framið sjálfsvíg

7
Innlent

Fyrrum þingmaður sækir um embætti skrifstofustjóra stefnumótunar og fjárlaga

8
Fólk

Védís Hervör skiptir um vinnu

9
Heimur

Þaulvanur fallhlífastökkvari hrapaði til bana í Bretlandi

10
Heimur

Súr Musk íhugar að stíga til hliðar

Til baka

Leppstjóri Rússa í Úkraínu situr í gæsluvarðhaldi eftir vafasamt myndband

Sakaður um að vanhelga rússneskan minnisvarða

Vitaly Hura
Vitaly HuraLeppstjórinn gæti átt yfir höfði sér 10 ára fangelsisdóm.

Þann 30. apríl greindu rússneskir miðlar hliðhollir Kreml og svokallaðir „stríðsfréttaritarar“ frá því að Vitaliy Hura, sem var skipaður af Rússum yfirmaður Nova Kakhovka, bæjar sem er hertekinn af Rússum í Kherson-héraði Úkraínu, hefði verið handtekinn. Hann er sagður hafa verið settur í gæsluvarðhald vegna meintra brota á rússneskum hegningarlögum um „vanvirðingu við tákn rússnesks hernaðarframa“, brot sem getur varðað allt að 10 ára fangelsi. En hver er ástæðan? Myndband þar sem Hura sést hlæja og blóta fyrir framan stríðsminnisvarða á staðnum.

Fyrsta umfjöllun um handtökuna birtist á Telegram-rásunum Bloknot Kherson, Mash na Donbasse og hjá bloggaranum Mariu Koleda. Koleda greindi frá því að Hura hefði verið fluttur á lögreglustöð og síðar í gæsluvarðhald eftir að myndbandið fór á flug á samfélagsmiðlum.

Samkvæmt Bloknot Kherson var Hura vistaður í rannsóknarfangelsinu SIZO-1 í Chonhar-þorpinu. Þar var hann vistaður bæði vegna rannsóknarinnar sjálfrar og einnig vegna fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu. Annar bloggari og „stríðsfréttaritari“, Vladimir Romanov, fullyrti að Hura sætti rannsókn vegna refsiverðrar vanhelgunar á hernaðarminnisvörðum, sem samkvæmt rússneskum lögum getur varðað allt að 10 ára fangelsi.

„Hura stendur frammi fyrir ekki einungis brottrekstri, heldur raunverulegum lagalegum afleiðingum,“ skrifaði Romanov. „Íbúar Nova Kakhovka krefjast afsagnar hans og réttlætis. Ef embættismaður leyfir sér að gera svona brandara á myndbandi, hvað gerir hann þá þegar slökkt er á myndavélinni?“

Myndbandið, sem olli handtöku Hura, fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í lok apríl. Á því sést hann standa fyrir framan minnisvarða tileinkaðan „hetjum borgara- og föðurlandsstríða“ í Nova Kakhovka. Hann ber St. Georgs borða á bringunni, hlær í myndavélina og blótar: „Hvar í fjandanum eru peningarnir?“ Hann tekur sig þá á og virðist ætla að ávarpa íbúa: „Kæru íbúar Nova Kakhovka…“ áður en myndbandið klippist af.

Ekki er vitað hvenær myndbandið var tekið upp eða hver birti það á netinu. Stuðningsmenn stríðsins telja líklegt að Hura hafi verið að taka upp ávarp í tilefni Sigurdagsins 9. maí. Starfsmenn hans hafa reynt að réttlæta framferði hans og halda því meðal annars fram að myndbandið hafi verið tekið upp áður en hann tók við embætti.

Hura, sem er úkraínskur ríkisborgari, hóf samstarf við rússnesk yfirvöld eftir innrásina 2022. Hann hafði áður gegnt opinberu starfi í Kherson-héraði, starfað hjá vatnsveitu í Nova Kakhovka og leitt staðbundinn stjórnmálahóp sem kallaðist „Sósíalistar“.

Í ágúst 2022 var greint frá því í rússneskum ríkismiðlum að Hura, þá varaformaður leppstjórnarinnar, hefði verið lagður inn á sjúkrahús í lífshættu eftir árás. Síðan var greint frá því að hann hefði látist, en síðar kom í ljós að rússneska leyniþjónustan FSB hefði sviðsett dauða hans til að handtaka árásarmennina.

Í mars 2023 slapp hann naumlega með lífið eftir sprengingu í bifreið. Hann var skipaður yfirleppstjóri Nova Kakhovka í október sama ár.

Í lok apríl 2024 dæmdi úkraínskt dómstóll Hura, í fjarveru hans, til 9,5 ára fangelsisvistar fyrir samstarf við innrásarherinn.

Meduza fjallaði um málið.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Lögreglan
Innlent

Dagdrykkja endaði með höggum og biti

Jade
Heimur

Þaulvanur fallhlífastökkvari hrapaði til bana í Bretlandi

Hrár kjúklingur
Innlent

Kjúklingur Matfugls mögulega salmonellusmitaður

innviðaráðuneytið
Innlent

Fyrrum þingmaður sækir um embætti skrifstofustjóra stefnumótunar og fjárlaga

20250502_123943
Menning

Drekar og mörgæsir yfirtóku miðborgina

ingvar11
Fólk

Eigandi Juris selur í Garðabæ

drónaárás
Heimur

Krefjast óháðrar rannsóknar á drónaárás á hjálparskip á leið til Gaza

Grand Theft Auto 6
Menning

Útgáfu Grand Theft Auto VI frestað