1
Fólk

Gullfallegt einbýli úr hruninu til sölu í Mosfellsbæ

2
Pólitík

Svarar engu um ásakanir Stefáns Pálssonar

3
Heimur

Kona berst fyrir lífi sínu eftir að kveikt var í henni í Dyflinni

4
Pólitík

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“

5
Heimur

Hjúkrunarfræðingur bjargaði lífi mánaðargamals barns á Kanarí

6
Peningar

Fyrrum ráðherra og fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins stofna saman fyrirtæki

7
Innlent

Ómar gekk inn á bráðamótttöku með hjartaáfall

8
Heimur

Trump, Clinton og Woody Allen meðal þeirra sem sjást á nýjum Epstein-myndum

9
Innlent

Prófessor vill verða ráðuneytisstjóri

10
Pólitík

Sanna tilkynnir framboð

Til baka

Liverpool-goðsögnin Ian Rush fluttur á gjörgæslu

„Þessi fordæmalausa bylgja ofurflensu setur heilbrigðiskerfið í verstu mögulegu stöðu miðað við árstíma“

Ian Rush
Ian RushGoðsögnin er á batavegi
Mynd: TOBIAS SCHWARZ / AFP

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Ian Rush, goðsögn hjá Liverpool, er á batavegi á sjúkrahúsi eftir að hafa verið lagður inn á gjörgæslu í síðustu viku vegna alvarlegra öndunarerfiðleika, sem talið er að tengist svonefndri „ofurflensu“.

Rush, sem er 64 ára, var fluttur á Countess of Chester-sjúkrahúsið samkvæmt Daily Mail. Hann var lagður beint inn á gjörgæsludeild við komu og dvaldi þar í um 48 klukkustundir. Hann er enn á sjúkrahúsinu en líðan hans hefur batnað og er talið líklegt að hann komist heim fyrir jólin.

Samkvæmt heimildum er Rush í „góðu andlegu jafnvægi“ eftir þetta skelfilega atvik. Veikindin eru sögð tengjast útbreiðslu svokallaðrar ofurflensu sem nú gengur yfir England.

Flensa hefur valdið miklu álagi á sjúkrahús víða um land. Að meðaltali voru 2.660 sjúklingar lagðir inn daglega í Englandi í síðustu viku, sem er hæsta tala sem mælst hefur á þessum tíma árs og 55 prósenta aukning frá vikunni þar á undan.

„Þessi fordæmalausa bylgja ofurflensu setur heilbrigðiskerfið í verstu mögulegu stöðu miðað við árstíma,“ sagði Meghana Pandit, yfirmaður lækninga hjá breska heilbrigðiskerfinu NHS, í viðtali við BBC News í þessari viku. Hún sagði fjölda flensusjúklinga á sjúkrahúsum „óeðlilega háan“ og að útlit væri fyrir erfiðar vikur fram undan.

Heilbrigðisráðherrann Wes Streeting sagði í viðtali við LBC á föstudag að ástandið væri „líklega mesta álag sem NHS hefur staðið frammi fyrir síðan á tímum Covid“. Hann varaði jafnframt við „tvöföldu áfalli“, þar sem flensufaraldur fari saman við yfirvofandi verkfall lækna sem hefst 17. desember.

Sérfræðingar segja flensuna hafa komið fyrr en venjulega í ár og vara við nýrri stökkbreyttri útgáfu veirunnar sem reynist erfiðari í meðhöndlun.

Ian Rush er einn besti leikmaður í sögu Liverpool. Hann skoraði 346 mörk fyrir félagið í tveimur hollum þar og er markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Þá lék hann 73 landsleiki fyrir Wales og skoraði í þeim 28 mörk.

Rush var lykilmaður í sigurgöngu Liverpool á níunda áratugnum, þegar liðið vann fimm deildarmeistaratitla, þrjá FA-bikara, fimm deildarbikara og tvo Evrópumeistaratitla. Hann hlaut MBE-orðuna árið 1996 fyrir framlag sitt til knattspyrnu.

Hann starfar enn sem sendiherra Liverpool, sem sigraði Brighton á Anfield í úrvalsdeildinni í dag, 2-0. Auk Liverpool lék Rush meðal annars með Chester City, Juventus, Leeds, Newcastle og Wrexham.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Lína Birgitta þróaði með sér búlemíu þrettán ára
Fólk

Lína Birgitta þróaði með sér búlemíu þrettán ára

„Það sem ég sá alltaf eftir er að ég kenndi vinkonu minni að æla“
Ómar gekk inn á bráðamótttöku með hjartaáfall
Innlent

Ómar gekk inn á bráðamótttöku með hjartaáfall

Fálkaorðan föl á erlendri sölusíðu
Myndir
Peningar

Fálkaorðan föl á erlendri sölusíðu

Fyrrum ráðherra og fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins stofna saman fyrirtæki
Peningar

Fyrrum ráðherra og fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins stofna saman fyrirtæki

Karakterleikarinn Peter Greene er látinn
Myndband
Heimur

Karakterleikarinn Peter Greene er látinn

Karl III gefur nýjar upplýsingar um krabbameinsmeðferð í ávarpi til þjóðarinnar
Heimur

Karl III gefur nýjar upplýsingar um krabbameinsmeðferð í ávarpi til þjóðarinnar

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“
Pólitík

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“

Ökumaður undir áhrifum stal úr kynlífstækjabúð
Innlent

Ökumaður undir áhrifum stal úr kynlífstækjabúð

Trump, Clinton og Woody Allen meðal þeirra sem sjást á nýjum Epstein-myndum
Myndir
Heimur

Trump, Clinton og Woody Allen meðal þeirra sem sjást á nýjum Epstein-myndum

Björgunarsveit Gaza flutti 52 manns í öruggt skjól undan storminum
Heimur

Björgunarsveit Gaza flutti 52 manns í öruggt skjól undan storminum

Gagnrýnir málflutning Þorgerðar Katrínar og útvarpstjóra um Eurovision
Innlent

Gagnrýnir málflutning Þorgerðar Katrínar og útvarpstjóra um Eurovision

Karlmaður á áttræðisaldri ákærður fyrir vopnalagabrot
Innlent

Karlmaður á áttræðisaldri ákærður fyrir vopnalagabrot

Hjúkrunarfræðingur bjargaði lífi mánaðargamals barns á Kanarí
Heimur

Hjúkrunarfræðingur bjargaði lífi mánaðargamals barns á Kanarí

Sport

Liverpool-goðsögnin Ian Rush fluttur á gjörgæslu
Sport

Liverpool-goðsögnin Ian Rush fluttur á gjörgæslu

„Þessi fordæmalausa bylgja ofurflensu setur heilbrigðiskerfið í verstu mögulegu stöðu miðað við árstíma“
Mainz tapar máli gegn leikmanni sem studdi Palestínu opinberlega
Sport

Mainz tapar máli gegn leikmanni sem studdi Palestínu opinberlega

Víkingur Reykjavík íhugar nafnabreytingu
Sport

Víkingur Reykjavík íhugar nafnabreytingu

Birtu myndband af magnaðri ræðu Heimis Hallgrímssonar
Myndband
Sport

Birtu myndband af magnaðri ræðu Heimis Hallgrímssonar

Ekkert HM eftir klúðursleik Íslands
Sport

Ekkert HM eftir klúðursleik Íslands

Sigur Íslands aldrei í hættu
Sport

Sigur Íslands aldrei í hættu

Loka auglýsingu