
Ljóshærð kona á fimmtugsaldri hefur dæmd fyrir nokkur brot af Héraðsdómi Reykjavíkur.
Konan var ákærð fyrir þjófnað með því að hafa í desember 2023 í versluninni Zara, stolið fimm flíkum, samtals að verðmæti kr. 35.775. Hún var einnig ákærð fyrir hafa stolið úr Hagkaup í Skeifunni snyrtivörum að verðmæti kr. 38.441.
Þá var hin ljóshærða ákærð fyrir rangar sakargiftir og umferðarlagabrot, með því að hafa þriðjudaginn 13. maí 2025 ekið bíl svipt ökurétti og óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna um Reykjanesbraut í Hafnarfirði þar sem lögregla stöðvaði aksturinn og með því að hafa gefið upp nafn á annarri konu og framvísað ökuskírteini hennar sem ökumanns bifreiðarinnar og þannig leitast við að koma því til leiðar að hún yrði sökuð um eða dæmd fyrir refsiverðan verknað.
Þá var hún sömuleiðis ákærð fyrir að hafa ekið bíl þann 22. maí 2025 svipt ökurétti og óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana og fíkniefna í Hafnarfirði.
Konan mætti ekki fyrir dóm og boðaði ekki forföll.
Hún var dæmd í fimm mánaða óskilorðsbundið fangelsi og þarf að greiða 500.057 krónur í sakarkostnað.

Komment