Lögregla sinnti fjölmörgum útköllum og verkefnum í ólíkum hverfum höfuðborgarsvæðisins í nótt og í gærkvöldi. Meðal mála voru minniháttar umferðarbrot, þjófnaðarmál og alvarlegri afskipti vegna líkamsárásar.
Kvartað var undan bifreiðalagningum í Reykjavík og óskað var aðstoðar lögreglu vegna hnupls úr verslun. Þá var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr bílskúr í miðborginni.
Þá barst beiðni um aðstoð vegna tónlistarhávaða frá íbúð. Lögregla hafði einnig afskipti af ökumanni í Hafnarfirði sem var sektaður fyrir of hraðan akstur og fyrir að aka án tilskilinna ökuréttinda.
Breiðholti var ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. Sá var jafnframt sviptur ökuréttindum. Að lokum var óskað aðstoðar vegna líkamsárásar í Árbænum, sem lögregla hefur til rannsóknar.


Komment