1
Fólk

Gullfallegt einbýli úr hruninu til sölu í Mosfellsbæ

2
Heimur

Kona berst fyrir lífi sínu eftir að kveikt var í henni í Dyflinni

3
Pólitík

Svarar engu um ásakanir Stefáns Pálssonar

4
Heimur

Hjúkrunarfræðingur bjargaði lífi mánaðargamals barns á Kanarí

5
Pólitík

Sanna tilkynnir framboð

6
Heimur

Trump, Clinton og Woody Allen meðal þeirra sem sjást á nýjum Epstein-myndum

7
Innlent

Prófessor vill verða ráðuneytisstjóri

8
Innlent

Sjö ára barn fékk aðstoð sálfræðings eftir að kona hrækti í andlit þess

9
Fólk

„Ég hef aldrei hitt hamingjusaman spilafíkil en ég hef sungið yfir æði mörgum“

10
Innlent

Karlmaður á áttræðisaldri ákærður fyrir vopnalagabrot

Til baka

Lögreglan gagnrýnd fyrir að lóga þessum snákum

„Blíðustu og forvitnustu dýr sem ég hef átt,“ segir eðlu- og slöngueigandi.

Snákar sem lögreglan handlagði
Snákar sem fundustGagnrýnt er að Ísland sé eftir á þegar kemur að snákum.
Mynd: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur orðið fyrir harðri gagnrýni eftir að hún greindi frá því á Facebook að tveir snákar hefðu fundist í heimahúsi, þeir verið haldlagðir og þeim verið lógað samkvæmt gildandi lögum um innflutning dýra.

„Að eiga við snáka er ekki daglegur viðburður, en gerist endrum og eins. Þessir tveir fundust í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu og voru haldlagðir, en hér er um að ræða brot á lögum um innflutning dýra. Í framhaldinu voru gerðar viðeigandi ráðstafanir, en í því felst að lóga og farga dýrum sem þessum,“ sagði í færslunni.

Færsla lögreglunnar, sem birtist ásamt mynd af snákunum, vakti miklar umræður þar sem fjölmargir gagnrýndu lögregluna og lögin sjálf. „Óþolandi hvað Ísland er eftir á í hlutum. Snákar eru lögleg gæludýr allsstaðar í kringum okkur, af hverju ekki hér? Þessi dýr myndu alls ekki lifa af í íslenskri náttúru,“ sagði ein við færslu lögreglunnar.

Önnur spurði hvers vegna ekki væri hægt að vista snákana í Húsdýragarðinum í Reykjavík: „Af hverju ekki að setja þau í húsdýragarðinn??“

Þá tók sá þriðji undir með henni og bætti við að þar væru þegar búr fyrir snáka, skjaldbökur og eðlur til staðar.

Á móti voru aðrir sem studdu ákvörðun lögreglunnar. „Vel gert. Mér sýnist á kommentakerfinu að það geri sér ekki allir grein fyrir því hvers vegna þessi dýr eru ekki leyfð,“ skrifaði ein þeirra sem studdu lögregluaðgerðina. Til stuðnings bendir önnur kona á mikilvægi þess að fara eftir lögum: „Enda er ólöglegt að hafa þessi gæludýr á Íslandi, fólk á bara að fara að lögum því það veit þetta verður gert ef kemst upp um það.“

Ein konan í ummælum undir færslu lögreglu játar að eiga „slöngur, eðlur og meira“. „Þetta snýst ekki um annað en fáfræðslu. Snákar og slöngur eru ein blíðustu og forvitnustu dýr sem ég hef átt og eru bara misskilin. Mér finnst meira athugavert að hugsað hefur verið vitlaust um allavegana annan snakinn þar sem hann er allt og stór/breiður og það styttir lífið þeirra.“ Hún getur þó strokið áfram um frjálst höfuð, þar sem hún býr í Danmörku en ekki á Íslandi.

Umræðan leiddi af sér víðari gagnrýni á íslensk lög um gæludýr. Einn sem tók til máls kallaði lögin „úrelt“ og sagði rök um hættu á salmonellu ekki halda vatni, meðan annar sagði: „Ég vona að Ísland geti nú skriðið útúr þessum höftum einhverntímann.“

Færsla lögreglu, sem átti að vekja athygli á fjölbreyttum störfum hennar, hefur því vakið athygli á því hvort tímabært sé að endurskoða lög og reglugerðir um innflutning og hald gæludýra á Íslandi.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Karl III gefur nýjar upplýsingar um krabbameinsmeðferð í ávarpi til þjóðarinnar
Heimur

Karl III gefur nýjar upplýsingar um krabbameinsmeðferð í ávarpi til þjóðarinnar

„Snemmbær greining bjargar einfaldlega mannslífum.“
„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“
Pólitík

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“

Ökumaður undir áhrifum stal úr kynlífstækjabúð
Innlent

Ökumaður undir áhrifum stal úr kynlífstækjabúð

Trump, Clinton og Woody Allen meðal þeirra sem sjást á nýjum Epstein-myndum
Myndir
Heimur

Trump, Clinton og Woody Allen meðal þeirra sem sjást á nýjum Epstein-myndum

Björgunarsveit Gaza flutti 52 manns í öruggt skjól undan storminum
Heimur

Björgunarsveit Gaza flutti 52 manns í öruggt skjól undan storminum

Gagnrýnir málflutning Þorgerðar Katrínar og útvarpstjóra um Eurovision
Innlent

Gagnrýnir málflutning Þorgerðar Katrínar og útvarpstjóra um Eurovision

Karlmaður á áttræðisaldri ákærður fyrir vopnalagabrot
Innlent

Karlmaður á áttræðisaldri ákærður fyrir vopnalagabrot

Hjúkrunarfræðingur bjargaði lífi mánaðargamals barns á Kanarí
Heimur

Hjúkrunarfræðingur bjargaði lífi mánaðargamals barns á Kanarí

Gullfallegt einbýli úr hruninu til sölu í Mosfellsbæ
Myndir
Fólk

Gullfallegt einbýli úr hruninu til sölu í Mosfellsbæ

Sanna tilkynnir framboð
Myndband
Pólitík

Sanna tilkynnir framboð

Svarar engu um ásakanir Stefáns Pálssonar
Pólitík

Svarar engu um ásakanir Stefáns Pálssonar

Helgi Valberg kynntur til leiks
Innlent

Helgi Valberg kynntur til leiks

Skelfilegt mynstur kynferðisofbeldis í súdönsku borgarastyrjöldinni
Heimur

Skelfilegt mynstur kynferðisofbeldis í súdönsku borgarastyrjöldinni

Innlent

Ökumaður undir áhrifum stal úr kynlífstækjabúð
Innlent

Ökumaður undir áhrifum stal úr kynlífstækjabúð

Kona panikkaði við venjubundið umferðareftirlit lögreglu og faldi sig.
Kona tekin með rúm fjögur kíló af kóki í Leifsstöð
Innlent

Kona tekin með rúm fjögur kíló af kóki í Leifsstöð

Gagnrýnir málflutning Þorgerðar Katrínar og útvarpstjóra um Eurovision
Innlent

Gagnrýnir málflutning Þorgerðar Katrínar og útvarpstjóra um Eurovision

Karlmaður á áttræðisaldri ákærður fyrir vopnalagabrot
Innlent

Karlmaður á áttræðisaldri ákærður fyrir vopnalagabrot

Helgi Valberg kynntur til leiks
Innlent

Helgi Valberg kynntur til leiks

Prófessor vill verða ráðuneytisstjóri
Innlent

Prófessor vill verða ráðuneytisstjóri

Loka auglýsingu