1
Minning

Sigurður Ólafsson er látinn

2
Innlent

16 ára strákur dæmdur fyrir fjölda líkamsárása og vopnaburð

3
Heimur

Þrír á sjúkrahúsi eftir slys í þjóðgarði á Tenerife

4
Fólk

Æðisgengið einbýli í Löndunum til sölu

5
Innlent

„Hann er hrotti“

6
Menning

„Amma er geitin í eldhúsinu“

7
Innlent

Grískur maður í haldi lögreglu vegna andlátsins í Kópavogi

8
Innlent

Richards flutti inn lygilegt magn af metamfetamínkristöllum innvortis

9
Innlent

MAST varar við neyslu á íslenskum döðlum

10
Innlent

Áreitti fólk við strætóskýli

Til baka

Lögreglan gagnrýnd fyrir að lóga þessum snákum

„Blíðustu og forvitnustu dýr sem ég hef átt,“ segir eðlu- og slöngueigandi.

Snákar sem lögreglan handlagði
Snákar sem fundustGagnrýnt er að Ísland sé eftir á þegar kemur að snákum.
Mynd: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur orðið fyrir harðri gagnrýni eftir að hún greindi frá því á Facebook að tveir snákar hefðu fundist í heimahúsi, þeir verið haldlagðir og þeim verið lógað samkvæmt gildandi lögum um innflutning dýra.

„Að eiga við snáka er ekki daglegur viðburður, en gerist endrum og eins. Þessir tveir fundust í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu og voru haldlagðir, en hér er um að ræða brot á lögum um innflutning dýra. Í framhaldinu voru gerðar viðeigandi ráðstafanir, en í því felst að lóga og farga dýrum sem þessum,“ sagði í færslunni.

Færsla lögreglunnar, sem birtist ásamt mynd af snákunum, vakti miklar umræður þar sem fjölmargir gagnrýndu lögregluna og lögin sjálf. „Óþolandi hvað Ísland er eftir á í hlutum. Snákar eru lögleg gæludýr allsstaðar í kringum okkur, af hverju ekki hér? Þessi dýr myndu alls ekki lifa af í íslenskri náttúru,“ sagði ein við færslu lögreglunnar.

Önnur spurði hvers vegna ekki væri hægt að vista snákana í Húsdýragarðinum í Reykjavík: „Af hverju ekki að setja þau í húsdýragarðinn??“

Þá tók sá þriðji undir með henni og bætti við að þar væru þegar búr fyrir snáka, skjaldbökur og eðlur til staðar.

Á móti voru aðrir sem studdu ákvörðun lögreglunnar. „Vel gert. Mér sýnist á kommentakerfinu að það geri sér ekki allir grein fyrir því hvers vegna þessi dýr eru ekki leyfð,“ skrifaði ein þeirra sem studdu lögregluaðgerðina. Til stuðnings bendir önnur kona á mikilvægi þess að fara eftir lögum: „Enda er ólöglegt að hafa þessi gæludýr á Íslandi, fólk á bara að fara að lögum því það veit þetta verður gert ef kemst upp um það.“

Ein konan í ummælum undir færslu lögreglu játar að eiga „slöngur, eðlur og meira“. „Þetta snýst ekki um annað en fáfræðslu. Snákar og slöngur eru ein blíðustu og forvitnustu dýr sem ég hef átt og eru bara misskilin. Mér finnst meira athugavert að hugsað hefur verið vitlaust um allavegana annan snakinn þar sem hann er allt og stór/breiður og það styttir lífið þeirra.“ Hún getur þó strokið áfram um frjálst höfuð, þar sem hún býr í Danmörku en ekki á Íslandi.

Umræðan leiddi af sér víðari gagnrýni á íslensk lög um gæludýr. Einn sem tók til máls kallaði lögin „úrelt“ og sagði rök um hættu á salmonellu ekki halda vatni, meðan annar sagði: „Ég vona að Ísland geti nú skriðið útúr þessum höftum einhverntímann.“

Færsla lögreglu, sem átti að vekja athygli á fjölbreyttum störfum hennar, hefur því vakið athygli á því hvort tímabært sé að endurskoða lög og reglugerðir um innflutning og hald gæludýra á Íslandi.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Samstöðufundur boðaður við húsnæði Ríkisútvarpsins
Innlent

Samstöðufundur boðaður við húsnæði Ríkisútvarpsins

Stjórn RÚV ákveður á fimmtudaginn hvort Ísland muni sniðganga Eurovision í ár eður ei.
Margrét Jóhanna Heinreksdóttir látin
Minning

Margrét Jóhanna Heinreksdóttir látin

Perla á Arnarnesinu á 240 milljónir
Myndir
Fólk

Perla á Arnarnesinu á 240 milljónir

Sakaður um að skilja kærustuna eftir á ísköldum fjallstindi
Heimur

Sakaður um að skilja kærustuna eftir á ísköldum fjallstindi

Skotárás í verslunarmiðstöð í Osló
Heimur

Skotárás í verslunarmiðstöð í Osló

MAST varar við neyslu á íslenskum döðlum
Innlent

MAST varar við neyslu á íslenskum döðlum

Eurovision-goðsögn vill ekki sjá Ísrael í keppninni
Heimur

Eurovision-goðsögn vill ekki sjá Ísrael í keppninni

Stefán Einar segir Þórunni hafa brotið siðareglur
Innlent

Stefán Einar segir Þórunni hafa brotið siðareglur

Kate Winslet gagnrýnir fegrunaraðgerðir fræga fólksins
Heimur

Kate Winslet gagnrýnir fegrunaraðgerðir fræga fólksins

16 ára strákur dæmdur fyrir fjölda líkamsárása og vopnaburð
Innlent

16 ára strákur dæmdur fyrir fjölda líkamsárása og vopnaburð

Inga ætlar að reyna hjálpa fyrstu kaupendum
Pólitík

Inga ætlar að reyna hjálpa fyrstu kaupendum

Innlent

Samstöðufundur boðaður við húsnæði Ríkisútvarpsins
Innlent

Samstöðufundur boðaður við húsnæði Ríkisútvarpsins

Stjórn RÚV ákveður á fimmtudaginn hvort Ísland muni sniðganga Eurovision í ár eður ei.
MAST varar við neyslu á íslenskum döðlum
Innlent

MAST varar við neyslu á íslenskum döðlum

Stefán Einar segir Þórunni hafa brotið siðareglur
Innlent

Stefán Einar segir Þórunni hafa brotið siðareglur

16 ára strákur dæmdur fyrir fjölda líkamsárása og vopnaburð
Innlent

16 ára strákur dæmdur fyrir fjölda líkamsárása og vopnaburð

Loka auglýsingu