
Hættulegar aðstæðurBarn að leik við Blöndu.
Mynd: Lögreglan á Norðurlandi eystra
Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur birt ljósmynd að barni í „stórhættulegum aðstæðum“. Myndin sýnir barnið á „þunnri íshellu“ við ána Blöndu, sem bærinn Blönduós er nefndur eftir.
„Áin er ekki leiksvæði og getur verið lífshættuleg. Vinsamlega brýnið fyrir börnum að halda sig frá ísnum og ánni,“ segir í færslu lögreglunnar.
Færslu Lögreglunnar er almennt vel tekið af íbúum á svæðinu. Einn spyr hvort atvikið hafi átt sér stað á skólatíma og annar spyr: „Mega krakkar ekki leika sér lengur?“
Íbúar á Blönduósi hafa lært að þekkja hætturnar sem fylgja ánni.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment