Suðurlandsvegi hefur verið lokað rétt sunnan við Hafravatnsveg í báðar áttir vegna umferðarslys en þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.
Viðbragðsaðilar eru á leiðinni á vettvang til að koma slösuðum til aðstoðar og af vettvangi og hefja rannsóknarvinnu.
„Ekki er vitað hver alvarleiki slyssins er og því ekki unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Ekki er heldur ljós hve lengi vegurinn verður lokaður. Ökumann munu því þurfa að sýna biðlund meðan viðbragðsaðilar eru við vinnu á vettvangi,“ segir meðal annars í tilkynningunni.
UPPFÆRT
Lögregla er nú að opna eina akrein á Suðurlandsvegi og mun stýra umferð við slysavettvanginn meðan á hreinsun stendur. Vinna er í gangi að koma dráttarbifreiðum á vettvang til að fjarlægja ökutæki.
Ekki er ljóst hver meiðsli eru á fólki né fjölda einstaklinga.
UPPFÆRT - 10:50
Suðurlandsvegur hefur verið opnaður af fullu og störfum viðbragðsaðila lokið á vettvangi.
Ekki liggja fyrir enn upplýsingar um slys á fólki. Þrjú ökutæki voru flutt af vettvangi mikið tjónuð.


Komment