Það er alltaf í nógu að snúast hjá Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og sjaldan ró og næði en þó segist hún ætla að fylgjast vel með kvennalandsliðinu á EM
Kristrún ætlar sér að gefa sér tíma til að fylgjast með kvennalandsliðinu á EM sem er nýhafið þótt mörg verkefni séu enn óleyst fyrir sumarfrí:

„Það er nóg að gera í ráðuneytinu þrátt fyrir málþóf á Alþingi“ segir Kristrún og bætir því við að það sé „mikilvægt að nýta tímann vel“ enda erum við „að undirbúa þingmálaskrá fyrir haustið og fyrstu fjárlög nýrrar ríkisstjórnar.“
Kristrún færir í tal að þessa dagana „erum við svo að vinna að mótun atvinnustefnu og stofnun innviðafélags“ og hana hlakkar „til að fara með atvinnustefnu í samráð. Og með stofnun innviðafélags ætlum við að hefja aftur stórframkvæmdir í samgöngum. Þetta er langhlaup. En það þarf að hlaupa hratt.“

Kristrún finnur fyrir „mikilli verkgleði í stjórnarráðinu og það gengur vel að höggva á hnúta í kerfinu og koma hlutum á hreyfingu“ og hún segir að „stjórnarandstaðan hefur lagt mesta áherslu á að ræða leiðréttingu veiðigjalda.

Ég las í fréttum að þetta væri að verða lengsta málþóf í sögu Alþingis. En við höldum auðvitað okkar striki.

Þjóðin er staðföst,“ segir kokhraust Kristrún sem núna ætlar „að fylgjast með stelpunum á EM í Sviss.“
Komment