1
Innlent

Margrét Löf ákærð í tengslum við andlát föður síns í Garðabæ

2
Pólitík

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram

3
Peningar

Gjaldþrotaskiptum lokið eftir fjögur þúsund daga

4
Innlent

Margrét er orðin dauðþreytt á kynþáttafordómunum

5
Pólitík

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga

6
Landið

Leiðsögumaður bjargaði föstum jeppa við Mælifell

7
Innlent

Matvælastofnun innkallar kleinuhringi

8
Innlent

„Á Alþingi Íslands er rætt um að vísa ungum manni sem misst hefur fjölskyldu og vini í helförinni á Gaza úr landi fyrir að sletta málningu“

9
Heimur

Tveir breskir bræður drukknuðu fyrir framan föður sinn á strönd á Spáni

10
Landið

Þrjár sundlaugar á Austurlandi stóðust ekki hollustukröfur í fyrra

Til baka

Lykilminning um tedrykkju

Hér segir af ungum dreng sem þambaði kaffi í gríð og erg þangað til systir hans stöðvaði drykkjuna er drengurinn var fjögurra ára gamall

Svanur Besti
Ég drakk kaffi áður en ég kunni að talaÞegar ég byrjaði að tala hætti ég að drekka kaffi
Mynd: Nanna Snorradóttir

Ég byrjaði mjög ungur að drekka te og kaffi - varla farinn að labba og babblaði þessu heilu ósköpin um allt og ekki neitt og enginn skildi neitt.

Eðlilega. Ég kunni ekki að tala. En þetta virtist ekki vera neitt tiltökumál; ég varð ekki örari af kaffi heldur rólegri og það gæti verið ástæðan fyrir samþykktu kaffiþambi mínu af fullorðnum; mömmu, pabba, barni og bíl.

Það var líklega auðveldara að eiga við þennan ofvirka, fjöruga og kjaftfora strák þegar hann drakk kaffi en þegar hann drakk ekki kaffi.

En um fjögurra ára aldurinn var kaffidrykkjan stöðvuð af einni systur minni sem þótti nóg um að lítill gutti þambaði kaffi eins og enginn væri morgundagurinn né dagurinn þar á eftir.

Þar með var það búið. Í bili. Nokkuð langt bil.

Ég byrjaði ekki að drekka kaffi aftur fyrr en tveimur áratugum síðar - og sú drykkja er enn í gangi þótt magnið hafi minnkað með aldrinum.

En tedrykkjan var ekki stöðvuð af neinum. Hún hélt áfram - en þegar ég byrjaði að drekka kaffi aftur lagði ég tedrykkjuna á hilluna svona að mestu.

Þegar mamma og pabbi skildu er ég var fimm ára breyttist ég skömmu eftir það í lyklabarn. Mamma vann mikið og ég þurfti að venjast því að hún væri ekki heima þegar ég kæmi heim úr skólanum - því fékk ég lykil að húsinu og það líkaði mér vel.

Mér líkaði skilnaðurinn illa.

En þetta var fyrsta algera frjálsræðið sem ég upplifði á minni lífsleið.

Eftir að skóladeginum lauk fór ég heim og hafði tíma fyrir sjálfan mig - kláraði heimalærdóminn svona oftast; stundum þurfti maður hjálp og þá var beðið eftir að hjálpin kæmi heim úr vinnunni. Síðan lagaði ég te og notaði mjólk og sykur út í tebollann; ristaði brauð sem ég smurði með smjöri, lagði síðan ostsneið yfir og yfir hana setti ég síðan sultu eða hlaup. Jafnvel marmelaði.

Eftir snæðinginn (fyrst var að ganga frá, mamma var mjög ströng) var síðan lesið - kannski um Frank og Jóa, kannski um Bob Moran eða eitthvað eftir Enid Blyton. Og hlustað á tónlist á hæsta styrk - enda var enginn heima nema ég.

David Bowie varð yfirleitt fyrir valinu (köngulærnar hans frá Mars eru einu köngulærnar sem ég hef haft áhuga á).

I'm an alligator. I'm a mama-papa comin' for you.

Eftir allt þetta var svo haldið á æfingu í annaðhvort fótbolta eða handbolta, en það var ekki til tími né peningar til að ég gæti æft körfubolta líka.

Á þessum tíma (árin 1977 til 1981 bjó ég einn með mömmu) er ég breyttist úr venjulegu barni í lyklabarn lærði ég að maður verður að bera sig eftir björginni, vitandi það að alvaldið bætir úr því sem vantar upp á.

Það sagði mamma mér. Það sagði Jensína amma mér. Og það sagði Megas mér.

Ég hefði viljað sleppa við að vera lyklabarn; sem ég varð vegna skilnaðar tveggja einstaklinga sem bjuggu mig til en gátu svo ekki lengur hugsað sér að vera saman.

Ég skildi ekkert í því en vissi fljótlega að ég þyrfti að sjá um mig sjálfur á ýmsan hátt - og það var harður skóli sem ég náði þó góðum tökum á á skömmum tíma því allir aðrir möguleikar voru ekki lengur til.

Upp úr þessum tíma óx ungur einstaklingur sem sætti sig við raunveruleikann en bar harm sinn ávallt í hljóði líkt og þótti til siðs á þessum tíma; framtiðarsálfræðingum og geðlæknum til mikillar ánægju.

Það voru nefnilega fleiri eins og ég, en ég komst bara ekki að því fyrr en löngu síðar.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Grunsamlegur bensínbrúsabíll stóð við Seljakirkju í gær
Myndir
Innlent

Grunsamlegur bensínbrúsabíll stóð við Seljakirkju í gær

Þjófagengi hefur stolið olíu úr vinnubílum að undanförnu
„Hér hafa orðið mikil tíðindi“
Pólitík

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“

Rússnesk sjónvarpsstöð sýnir byggingar skola á haf út þegar flóðbylgja rekur á land
Myndband
Heimur

Rússnesk sjónvarpsstöð sýnir byggingar skola á haf út þegar flóðbylgja rekur á land

Tveir breskir bræður drukknuðu fyrir framan föður sinn á strönd á Spáni
Heimur

Tveir breskir bræður drukknuðu fyrir framan föður sinn á strönd á Spáni

Þrjár sundlaugar á Austurlandi stóðust ekki hollustukröfur í fyrra
Landið

Þrjár sundlaugar á Austurlandi stóðust ekki hollustukröfur í fyrra

Gjaldþrotaskiptum lokið eftir fjögur þúsund daga
Peningar

Gjaldþrotaskiptum lokið eftir fjögur þúsund daga

Margrét er orðin dauðþreytt á kynþáttafordómunum
Innlent

Margrét er orðin dauðþreytt á kynþáttafordómunum

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram
Pólitík

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga
Pólitík

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga

Margrét Löf ákærð í tengslum við andlát föður síns í Garðabæ
Innlent

Margrét Löf ákærð í tengslum við andlát föður síns í Garðabæ

Matvælastofnun innkallar kleinuhringi
Innlent

Matvælastofnun innkallar kleinuhringi

„Þegar samfélag er kerfisbundið lagt í rúst dugar ekki að dreifa matarpökkum“
Heimur

„Þegar samfélag er kerfisbundið lagt í rúst dugar ekki að dreifa matarpökkum“

„Á Alþingi Íslands er rætt um að vísa ungum manni sem misst hefur fjölskyldu og vini í helförinni á Gaza úr landi fyrir að sletta málningu“
Innlent

„Á Alþingi Íslands er rætt um að vísa ungum manni sem misst hefur fjölskyldu og vini í helförinni á Gaza úr landi fyrir að sletta málningu“

Menning

GKR sussar á fólk
Menning

GKR sussar á fólk

Virðist gera það erlendis að einhverju leyti
Götubitahátíðinni í Hljómskálagarðinum lýkur í dag
Myndir
Menning

Götubitahátíðinni í Hljómskálagarðinum lýkur í dag

Emmsjé Gauti „fokkar shitti upp“
Menning

Emmsjé Gauti „fokkar shitti upp“

Dagur B. steig óvænt á svið sem gestaleikari
Menning

Dagur B. steig óvænt á svið sem gestaleikari

Loka auglýsingu