
60 mál voru skráð hjá lögreglu.Einn gisti fangaklefa lögreglu
Mynd: Hafnarfjarðarbær
Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og nótt að ökumaður hafi verið stöðvaður í akstri, grunaður um ölvun.
Nokkuð var um að ökumenn væru teknir undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Þrír voru teknir fyrir of hraðan akstur.
Tilkynnt var um líkamsárás í Breiðholti en hinn grunaði var farinn þegar lögreglan mætti á svæðið. Lögreglan segir þó að hún viti hver þorparinn er. Þá var annar handtekinn fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur. Hann var látinn laus eftir skýrslutöku.
Þá var einn maður handtekinn í Hafnarfirði fyrir meint kynferðisbrot og hann vistaður í fangageymslu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment