
Marki fagnað í gærFærri mættu en vonast var eftir til að horfa á leikinn.
Mynd: KSÍ
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu bauð heldur betur upp á sýningu í gær þegar liðið skoraði fimm mörk á móti Aserbaísjan.
Guðlaugur Victor Pálsson, Albert Guðmundsson, Kristian Nökkvi Hlynsson skoruðu allir eitt mark og skoraði Ísak Bergmann Jóhannesson tvö mörk.
Það voru hins vegar aðeins 4421 manns sem sáu mörkin með eigin augum en KSÍ hafði búist við 6000 manns á völlinn og því ljóst að um vonbrigði er að ræða í þeim efnum.
Næsti leikur Íslands er á móti Frakkland á þriðjudaginn næstkomandi og fer leikurinn fram í Frakklandi. Greint hefur verið frá því að Albert Guðmundsson taki ekki þátt í þeim leik en hann meiddist í leiknum gegn Aserbaísjan.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment