1
Innlent

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu

2
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

3
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

4
Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki

5
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

6
Fólk

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu

7
Heimur

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur

8
Heimur

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi

9
Peningar

Snjallsímum velt úr sessi sem jólagjöf ársins

10
Fólk

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi

Til baka

Málsmeðferðartími aðila sem eru að hefja veitingarekstur styttur umtalsvert

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur og vonast hann eftir því að það „verði auðveldara og fljótlegra að opna veitingastaði á Íslandi“

Jóhann Páll ráðherra
Jóhann Pall Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherrahefur undirritað breytingu á reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur
Mynd: Stjórnarráðið

Jóhann Pall Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, undirritaði nýverið breytingu á reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur og er hér um að ræða breytingu á reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 830/2022.

Hefur breyting þessi þegar tekið gildi og nú hefur verið opnað fyrir skráningu á Ísland.is.

Með þessari reglugerðarbreytingunni er Jóhann Páll undirritaði þann 20. júní síðastliðinn, mun rekstur veitingastaða verða skráningarskyldur í stað þess að gerð sé krafa um starfsleyfi á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Og þannig er málsmeðferðartími stjórnvalda styttur umtalsvert.

Það kemur fram á vef Stjórnarráðsins að tillögur að starfsleyfi á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir eru auglýstar til umsagnar í fjórar vikur, og í kjölfarið hafa heilbrigðisnefndir fjögurra vikna frest til að taka ákvörðun og skila greinargerð þar sem tekin er afstaða til athugasemda er berast.

Þessar kröfur eru ekki fyrir hendi þegar atvinnustarfsemi er skráningarskyld og er þannig málsmeðferðartími aðila sem eru að hefja veitingarekstur hjá stjórnvöldum styttur umtalsvert með þeirri breytingu sem nú verður.

Ekki skal þó slakað að neinu leyti á kröfum um heilbrigði, umhverfi eða öryggi almennings, enda gildi að öðru leyti sömu lögbundnu kröfur og áður.

Samræmd starfsskilyrði fyrir veitingastaði hafa verið uppfærð og er nú hægt að sækja um skráningu þeirrar starfsemi í skráningargátt á Ísland.is þar sem hlekkur fyrir almenna skráningu er valin.

Stjórnvöld hafa nú hraðað þessari innleiðingu breytinga eins og kostur er, en fyrr í mánuðinum, þann 6. júní, gerði ráðherra jafnframt breytingu á reglugerð um hollustuhætti, nr. 903/2024. Bætti inn ákvæði um að breyting á handhafa starfsleyfis krefjist ekki auglýsingar ef engar breytingar hafa orðið á starfsleyfisskilyrðum.

Segir ráðherra að ljóst sé að fyrirhugaðar séu „enn frekari breytingar á regluverki þannig að fleiri flokkar atvinnurekstrar verði skráningarskyldir í stað þess að gerð sé krafa um starfsleyfi.“

Jóhann Páll bendir á að það standi yfir vinna við endurskoðun fyrirkomulags eftirlits með hollustuháttum og mengunarvörnum:

„Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vinnur hörðum höndum að því að vinda ofan af íþyngjandi regluverki sem lagt hefur verið á fólk og fyrirtæki á undanförnum árum,“ segir hann og bætir því við að þessar einföldu reglugerðarbreytingar séu það sem hann getur gert strax í sínu ráðuneyti til að létta á stjórnsýslu- og reglubyrði fyrirtækja í veitingarekstri:

„Með þessu er það mín von að það verði auðveldara og fljótlegra að opna veitingastaði á Íslandi,“ segir Jóhann Páll og bendir á að það sé verið að vinna að stærri breytingum á fyrirkomulagi eftirlits með hollustuháttum og mengunarvörnum, en jafnframt sé ljóst að stjórnvöld þurfi að tryggja skilvirka framkvæmd reglna um skráningarskyldan atvinnurekstur og huga sérstaklega að samspili þeirra reglna og lagabálka sem um starfsemina gilda:

„Stjórnvöld mega aldrei reisa stjórnsýslulegar hindranir að ósekju. Verkefni okkar er að setja skýrar og fyrirsjáanlegar reglur og tryggja skilvirka og snurðulausa framkvæmd þeirra. Þannig verjum við atvinnufrelsið og ýtum undir vöxt og verðmætasköpun.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Tárvotur Kimmel syrgir æskuvin sinn
Myndband
Heimur

Tárvotur Kimmel syrgir æskuvin sinn

„Sú staðreynd að við fengum að vinna saman á hverjum degi var draumur sem hvorugur okkar hefði getað ímyndað sér að myndi rætast.“
Íslenskar konur prjóna fyrir börn á Gaza
Innlent

Íslenskar konur prjóna fyrir börn á Gaza

Hanna Katrín skipar nýja stjórn
Pólitík

Hanna Katrín skipar nýja stjórn

Snjallsímum velt úr sessi sem jólagjöf ársins
Peningar

Snjallsímum velt úr sessi sem jólagjöf ársins

Aðalmeðferð í morðmáli Margrétar Löf hefst eftir viku
Innlent

Aðalmeðferð í morðmáli Margrétar Löf hefst eftir viku

Þjófur gómaður í miðju innbroti
Innlent

Þjófur gómaður í miðju innbroti

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu
Myndband
Innlent

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu

Tyrknesk herflugvél með 20 um borð hrapaði í Georgíu
Myndband
Heimur

Tyrknesk herflugvél með 20 um borð hrapaði í Georgíu

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík
Innlent

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur
Heimur

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi
Fólk

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi

Innlent

Íslenskar konur prjóna fyrir börn á Gaza
Innlent

Íslenskar konur prjóna fyrir börn á Gaza

Norskt friðarverkefni nær til Íslands
Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

Aðalmeðferð í morðmáli Margrétar Löf hefst eftir viku
Innlent

Aðalmeðferð í morðmáli Margrétar Löf hefst eftir viku

Þjófur gómaður í miðju innbroti
Innlent

Þjófur gómaður í miðju innbroti

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu
Myndband
Innlent

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík
Innlent

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík

Loka auglýsingu