Margrét Löf, sem dæmd var í sextán ára fangelsi fyrir að verða föður sínum að bana, hefur áfrýjað til Landsréttar.
Þetta staðfestir ríkissaksóknari við RÚV.
Margrét hlaut dóm fyrir morðið í desember. Þá var hún einnig sakfelld fyrir að hafa ráðist með alvarlegu ofbeldi á móður sína sömu nótt í þeim tilgangi að svipta hana lífi. Hún hefur einnig áfrýjað þeim hluta dómsins.
Meðferð málsins fyrir dómi var lokuð almenningi að ósk Margrétar og móður hennar, sem jafnframt var brotaþoli í málinu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment