
Margrét Halla Hansdóttir Löf hefur hlotið 16 ára fangelsisdóm fyrir manndráp á föður sínum og fyrir stórfellda líkamsárás gagnvart móður sinni, en verknaðurinn átti sér stað á heimili fjölskyldunnar að Súlunesi í Garðabæ í apríl síðastliðnum.
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í dag. Uppkvaðningin fór fram fyrir luktum dyrum og var Margrét ekki viðstödd. Saksóknari staðfesti niðurstöðuna í samtali við fjölmiðla að lokinni dómsuppkvaðningu.
Í ákærunni kom fram að Margrét hefði beitt föður sinn ítrekuðu og grófu ofbeldi aðfararnótt 11. apríl, þar sem hann lést af völdum höggs, sparka og annarra árása. Þá var hún einnig sakfelld fyrir að hafa ráðist með alvarlegu ofbeldi á móður sína sömu nótt í þeim tilgangi að svipta hana lífi.
Meðferð málsins fyrir dómi var lokuð almenningi að ósk Margrétar og móður hennar, sem jafnframt var brotaþoli í málinu.
UPPFÆRT
Búið er að birta dóminn og kemur meðal annars þar fram að Margrét hafi verið edrú þegar faðir hennar lést og á það bæði við um áfengi og eiturlyf. Þá er sérstaklega nefnt í dómnum að heimilið hafi verið ósnyrtilegt þegar lögreglumenn mættu á svæðið og að jólatré hafi ennþá verið uppi en atvikið gerðist í apríl.
Einnig kemur fram að fjölskyldan hafi leitað til fjölda fólks sem starfar sem heilbrigðisstarfsmenn til að reyna leysa úr samskiptavandamálum milli þeirra. Þá gaf miðill skýrslu hjá lögreglu og dáleiðari bar vitni fyrir dómi.

Komment