
Margrét Halla Hansdóttir Löf hringir nær daglega í móður sína en Margrét er ákærð fyrir að bana föður sínum og gera tilraun til að bana móður sinni en Vísir greinir frá þessu.
Margrét hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 13. apríl en hún var handtekin eftir andlát Hans Löf, sem var faðir hennar. Fannst hann látinn á heimili sínu í Garðabæ. Samkvæmt heimildum fjölmiðla hefur Margrét beitt foreldra sína ofbeldi í lengri tíma og leituðu þau bæði til læknis vegna þess.
Margrét, sem er 28 ára gömul, neitar sök í málinu.
Í skýrslutökum hjá lögreglu sagðist hún hafa verið í svefnherbergi sínu þegar hún heyrði dynk. Þegar hún kom fram sá hún föður sinn liggja á gólfinu og taldi hann hafa dottið. Hún kvaðst ekki vita hvernig móðir hennar hefði fengið áverka, en giskaði á að þau gætu stafað af fyrri föllum eða slysum.
Komment