Maríanna Lind Mánadóttir hefur verið dæmd í fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur en dómur þess efnis var birtur fyrir stuttu.
Maríanna var ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa, aðfaranótt sunnudagsins 20. nóvember 2022, fyrir utan barinn Ölhúsið að Reykjavíkurvegi 60 í Hafnarfirði, kastað eða slegið glerglasi í höfuð karlmanns, með þeim afleiðingum að glasið brotnaði og hann hlaut sex skurði í andliti og á höfði sem sauma þurfti, mar á höfði og höfuðverk.
Maríanna viðurkenndi að hafa kastað eða slegið glasinu í höfuð mannsins en sagði að um neyðarvörn hafi verið að ræða og því ætti að sýkna hana. Dómarinn féllst ekki á þá vörn og stendur í dómnum að henni hafi ekki staðið nein ógn af fórnarlambi sínu.
Hún var dæmd í sex mánaða fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá þarf hún að greiða fórnarlambi sínu 700.000 krónur auk vaxta.

Komment