
MAST á Selfossi
Mynd: Brynhildur Jensdóttir
Matfugl hefur sent upplýsingar um innköllun á ferskum kjúkling vegna gruns um salmonellusmit. Fyrirtækið hefur í samráð við Matvælastofnun innkallað vöruna.
Eingöngu er verið að innkalla eina framleiðslulotu með rekjanleikanúmerinu 011-25-49-6-64 með tveimur pökkunardögum.
Neytendur sem keypt hafa vöruna geta skilað vörunni til verslunar til endurgreiðslu eða til Matfugls ehf., völuteigi 2, Mosfellsveit.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við
- Vörumerki: Ali og Bónus
- Framleiðandi: Matfugl ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ
- Lotunúmer: 011-25-49-6-64 (heill kjúklingur, bringur, lundir, bitar, kryddleginn heill fugl), pökkunardagur 08.01.2026 og 09.01.2026
- Dreifing: Bónusverslanir, Krónuverslanir.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment