
MAST Í Reykjavík
Mynd: Víkingur
Matvælastofnun vill vara við neyslu á Slimmy herbal tea drink orginal sem Daiphat og Fiska.is flytur inn vegna innihaldsefni Danthorn sem er ólöglegt. Fyrirtækin í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness hafa innkallað vöruna.
Tilkynning kom í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður.
Þeir sem eiga umrædda vöru enn til eru beðnir um að neyta hennar ekki, farga eða skila henni í verslun gegn endurgreiðslu.
Upplýsingar um vöruna
- Vörumerki: Slimmy
- Vöruheiti: Herbal tea drink original
- Framleiðandi: Green Tea Co., Ltd.
- Innflytjandi: Lagasmaður ehf. ( Fiska.is) Nýbýlavegi 6, 200 Kópavogi og Dai Phat Asian Supermarket, Faxafen 14, 108 Reykjavík.
- Strikamerki: 88545750006576
- Lotunúmer/best fyrir dagsetning: Lota 6801/ 02/04/2028.
- Nettómagn: 40 g
- Framleiðsluland: Tæland
- Dreifing: Fiska.is, Nýbýlavegi 6, 200 Kópavogi og Dai Phat Asian Supermarket, Faxafen 14, 108 Reykjavík.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment