
Rannsókn á meintri hópnauðgun hjá kynferðisafbrotadeild lögreglunnar er í fullum gangi en hún átti sér stað fyrir rúmum tveimur vikum. RÚV greindi upphaflega frá málinu.
Þrír voru handteknir vegna málsins og sættu þeir í gæsluvarðhaldi í fimm daga en ganga nú lausir.
Samkvæmt heimildum Mannlífs átti hin meinta nauðgun sér stað í Höfðahverfinu í Árbænum. Þá eiga allir mennirnir sem voru handteknir að vera af erlendum uppruna. Konan er íslensk. Samkvæmt heimildum Mannlífs er grunur um að henni hafi verið byrluð ólyfjan. Einn maðurinn var samkvæmt heimildum Mannlífs vinur konunnar.
Bylgja Hrönn Baldursdóttir, lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar, hefur sagt í fjölmiðlum að rannsókn málsins gangi vel en geti að öðru leyti ekki tjá sig um hana.
Komment