1
Pólitík

Viktor Orri hæðist að Snorra Mássyni

2
Innlent

Nína Richter lýsir kynbundnu vinnustaðaeinelti á fjölmiðli

3
Fólk

Kópavogshöll með flugvélaskúr til sölu

4
Innlent

Sérsveitin áberandi á höfuðborgarsvæðinu í dag

5
Innlent

„Ég stend með þolendum kynferðisofbeldis, alltaf“

6
Innlent

Fannar var hræddur við marga á Stuðlum

7
Fólk

Glúmur gat ekki brosað til gullfallegrar konu

8
Heimur

Vinur Vilhjálms prins féll til bana af hótelþaki

9
Innlent

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið

10
Innlent

Hópuppsögn hjá Icelandair

Til baka

Mögulegt að KSÍ kæri áhorfanda til lögreglu

Framkvæmdastjóri KSÍ segist eiga von á þungri sekt

Ísland - Frakkland undanúrslit EM
Áhorfendur fylgjast með Guðlaugi taka innkastÁhorfandinn hljóp inn á völlinn þegar leiknum var lokið.
Mynd: Víkingur

Leiðindaatvik kom upp á Laugardalsvelli á mánudaginn þegar búið var að flauta til leiksloka í leik Íslands við Frakkland í knattspyrnu karla. Þá ákvað áhorfandi, klæddur íslenskum landsliðsbúningi, að hlaupa inn á leikvöllinn en slíkt er stranglega bannað.

„Þetta er bara því miður eitthvað sem gerist af og til í knattspyrnuheiminum, ekki bara á Íslandi, og þá sérstaklega í leikjum þar sem eru stórstjörnur að spila,“ sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Mannlíf.

„KSÍ eins og önnur knattspyrnusambönd og knattspyrnufélög gerir ráðstafanir til að koma í veg fyrir að þetta gerist, en eins og fólk hefur eflaust séð í myndböndum frá leikjum annars staðar í heiminum, þá sleppur stundum einhver í gegn,“ sagði framkvæmdastjórinn.

Áhorfandinn virtist ekki gera tilraun til að komast nærri leikmönnum þegar hann hljóp inn á völlinn en gæslumönnum gekk illa að klófesta hann. Eysteinn segir að málið sé í skoðun hjá KSÍ.

„Þetta kemur eflaust líka fram í skýrslu eftirlitsmanns leiksins. Við skoðum þá skýrslu þegar hún kemur og í framhaldinu munum við taka ákvörðun um næstu skref.“

Þá segir Eysteinn KSÍ muni mögulega kæra einstaklinginn til lögreglu. „Við megum alveg búast við sekt. Sektir sem koma frá UEFA og FIFA eru þungar, sbr. nýlegt dæmi úr Evrópuleik hjá karlaliði Breiðabliks,“ sagði Eysteinn.

„Það er alls ekki útilokað að KSÍ einfaldlega leggi fram kæru til lögreglu,“ sagði framkvæmdastjórinn að lokum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Upprættu sjö ofbeldisfull glæpasamtök á Costa del Sol
Heimur

Upprættu sjö ofbeldisfull glæpasamtök á Costa del Sol

Reyndu meðal annars að myrða tvo Svía
Lögreglan varar við vasaþjófum á höfuðborgarsvæðinu
Innlent

Lögreglan varar við vasaþjófum á höfuðborgarsvæðinu

Harrý snertir hjartastrengi þegna sinna
Heimur

Harrý snertir hjartastrengi þegna sinna

Samkomulag Íslands við Kína í höfn
Innlent

Samkomulag Íslands við Kína í höfn

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið
Innlent

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið

Barbie-áhrifavaldur fannst látinn heima hjá sér
Heimur

Barbie-áhrifavaldur fannst látinn heima hjá sér

Tvær breytingar á hópi Arnars
Sport

Tvær breytingar á hópi Arnars

Árbæingur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot
Innlent

Árbæingur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot

Sextán ára stúlka á Gaza lætur pensilinn tala fyrir börnin
Heimur

Sextán ára stúlka á Gaza lætur pensilinn tala fyrir börnin

Neyðarkallinn heiðrar minningu Sigurðar Kristófers
Innlent

Neyðarkallinn heiðrar minningu Sigurðar Kristófers

Sjarmerandi og sögufræg miðbæjarperla til sölu
Myndir
Fólk

Sjarmerandi og sögufræg miðbæjarperla til sölu

Sport

Tvær breytingar á hópi Arnars
Sport

Tvær breytingar á hópi Arnars

Jóhann Berg snýr aftur
Mögulegt að KSÍ kæri áhorfanda til lögreglu
Sport

Mögulegt að KSÍ kæri áhorfanda til lögreglu

Mögulegt kærumál KSÍ ennþá í skoðun
Sport

Mögulegt kærumál KSÍ ennþá í skoðun

Arne Slot heldur ró sinni þrátt fyrir fjórða tap Liverpool í röð
Sport

Arne Slot heldur ró sinni þrátt fyrir fjórða tap Liverpool í röð

Loka auglýsingu