
Þingmaðurinn og fyrrverandi ráðherrann Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur fengið meira en 3,1 milljónir króna á meðan hún hefur verið í námi erlendis.
Heimildin greinir frá að þingkonan, sem flutti til Bandaríkjanna í lok júní eða byrjun júlí, hafi fengið greiddan fastan ferðakostnað í kjördæmi upp á 43.500 kr. og fastan starfskostnað upp á 58.000 kr. hvern mánuð hvern mánuð þrátt fyrir að hafa verið fjarverandi allar atkvæðagreiðslur síðan 20. júní. Þá er þingfararkaup er 1.611.288 kr. á mánuði.
Alþingi verður sett á morgun og er gert ráð fyrir því Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður taki sæti Áslaugar en það skýrist þó ekki 100% fyrr en á þá.
Rétt er þó að taka fram að Áslaug kallaði til varamann frá 4. júlí til þingslita 14. júlí á meðan málþófi þingmanna stjórnarandstöðunnar.
Komment