
Niðurbrotin móðir varð skelfingu lostin þegar hún taldi sig hafa rekist á líkamsleifar sonar síns sem var til sýnis á safni.
Kim Erick, 54 ára, kíkti á sýningarbækling Real Bodies í Las Vegas þegar hún sá lík sem hún er sannfærð um að sé sonur hennar. Hún lýsir því að hún hafi orðið fyrir áfalli við að sjá líkamsleifar sonar síns sem hafi verið „fláður“ og inni í safnkassa til sýnis.
Safnið hafnar hins vegar því alfarið að líkið sé af syni hennar og lögreglan ítrekar að dauða sonarins, Chris, hafi verið rannsakaður ítarlega og ekkert bendi til refsiverðs athæfis.
Kim er þó sannfærð um að eitthvað dularfullt sé við andlát sonarins og að lík hans hafi ólöglega verið komið á sýninguna.
„Ég vissi að þetta væri hann. Það var ólýsanlega sárt að horfa á þetta. Orð ná ekki að lýsa því hvernig þetta skók mig og fjölskyldu mína,“ sagði Kim. „Ég var í raun að horfa á myndir af fláðum, niðurskornum líkama sonar míns. Það brýtur í manni hjartað.“
Real Bodies-sýningin sýnir raunverulega líkama sem hafa verið varðveittir til að gefa gestum innsýn í mannslíkamann. Nú krefst Kim þess að DNA-rannsókn fari fram til að staðfesta hvort um sé að ræða lík sonar hennar.
Chris fannst látinn í nóvember 2012 á heimili ömmu sinnar. Lögregla sagði að hann hefði dáið friðsamlega í svefni. Faðir hans, fyrrverandi eiginmaður Kim, sá um líkbrennslu og Kim fékk síðar hálsmen með litlu öskuglasi, sagðar vera leifar sonarins. Hún efaðist þó um það og reyndi að fá málið opnað að nýju.
Síðar fékk hún myndir frá vettvangi sem sýndu marbletti og rispur á líkama hans
„Myndirnar voru mjög óhugnanlegar,“ sagði hún. „Það voru merki um fjötra á höndum, brjósti og kvið.“
Eiturrannsókn leiddi í ljós banvænt magn af blásýru (cyanide) í líkamanum. Málið var tekið fyrir af kviðdómi árið 2014 sem komst að þeirri niðurstöðu að um sjálfsvíg væri líklega að ræða og engin sönnunargögn fyrir morði til staðar.
Kim er enn sannfærð um að sonur hennar hafi verið myrtur.
Árið 2018 sá hún myndir af líkama á Real Bodies-sýningunni og telur hann vera son sinn, meðal annars vegna höfuðkúpubrots sem hún segir að hafi verið á Chris. Hún segir að húð með húðflúrum hans hafi verið fjarlægð til að gera líkama óþekkjanlegan.
Kim hefur aldrei sjálf séð sýninguna vegna vegalengdar, en krefst þess að leifarnar verði afhentar henni. Sýningarstjórar hafna þeirri beiðni og segja að líkamar á sýningunni komi frá Kína og sé ekki hægt að bera kennsl á þá.
Í yfirlýsingu frá Imagine Exhibitions, eigendum Real Bodies, segir:
„Við höfum samúð með fjölskyldunni, en engar staðreyndir styðja þessar ásakanir. Umræddur líkamsgripur hefur verið til sýnis í Las Vegas frá árinu 2004 og getur með engu móti tengst einstaklingnum sem nefndur er í fullyrðingunum. Allar líkamsleifar eru fengnar með siðferðilega réttum hætti og eru ópersónugreinanlegar. Við fylgjum öllum lögum og siðareglum.“

Komment