1
Minning

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri

2
Innlent

Illa liðinn skólameistari vill annað tækifæri

3
Innlent

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”

4
Mannlífið

Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast

5
Innlent

Pétur lætur Þorgerði Katrínu hafa það óþvegið

6
Peningar

Tíu tekjuhæstu Garðbæingarnir opinberaðir

7
Fólk

Forstjóri selur einbýli með fataherbergi

8
Innlent

Stór hluti ákæru felldur niður í máli Shamsudin-bræðra

9
Heimur

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum

10
Innlent

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði

Til baka

Morten Harket, söngvari A-ha, greindur með Parkinsons-sjúkdóminn

„Ég veit ekki hvort ég geti sungið lengur.“

Morten Harket
Morten HarketNorski hjartaknúsarinn er kominn með Parkinsons-sjúkdóminn.
Mynd: Christian Bertrand/Shutterstock

Morten Harket, söngvari norsku hljómsveitarinnar A-ha, hefur opinberað að hann glímir við Parkinsons-sjúkdóminn.

Parkinsons er taugahrörnunarsjúkdómur sem hefur áhrif á þær taugafrumur í heilanum sem stjórna hreyfingu.

Í yfirlýsingu á vefsíðu sveitarinnar segir Morten, sem er 65 ára, að hann hafi gengist undir nokkrar heilaskurðaðgerðir og að hann haldi einkennum sjúkdómsins í skefjum, en viðurkennir að hann hafi „barist við líkama sinn“ síðustu árin.

Í yfirlýsingunni segir: „Þetta eru ekki fréttir sem neinn vill þurfa að miðla, en svona er þetta: Morten er með Parkinsons-sjúkdóminn.“

Morten segir einnig að hann hafi upphaflega haldið sjúkdómsgreiningunni leyndri, en hafi nú ákveðið að segja aðdáendum frá. Hann veit ekki hvort hann geti enn sungið, eða komið fram yfir höfuð.

„Ég á ekki í neinum vandræðum með að samþykkja greininguna. Með tímanum hef ég tekið til mín viðhorf föður míns sem er 94 ára: „Ég nota það sem virkar.“ Hluti af mér vildi segja frá þessu. Eins og ég sagði, greiningin sjálf var ekkert mál fyrir mig; það er þörfin fyrir frið og ró til að vinna sem hefur haldið aftur af mér. Ég er að gera mitt besta til að koma í veg fyrir að kerfið mitt hrynji. Það er krefjandi jafnvægislist að taka lyfin og glíma við aukaverkanirnar. Það er margt sem þarf að meta þegar maður reynir að herma eftir því hvernig líkaminn stýrir flóknum hreyfingum, félagslegum samskiptum og daglegu lífi.“

Hann sagði ævisöguritari sveitarinnar, Jan Omdahl, að hann hefði nýtt sér háþróaða tækni til að meðhöndla sjúkdóminn, þar á meðal djúpa heilastimmun (e. deep brain stimulation).

Taugasérfræðingur hans í Noregi er Dr. Christina Sundal hjá NeuroClinic Norway. Hún starfaði áður við Parkinsons-teymið hjá Mayo Clinic.

Hann undirgekkst djúpa heilastimmun (DBS) í júní 2024, þar sem rafskaut voru sett inn í vinstri hluta heilans. Meðferðin bar árangur og mörg líkamleg einkenni hurfu nær alveg.

Í desember 2024 fór hann í sams konar aðgerð á hægri hluta heilans, sem einnig heppnaðist vel.

Hann sagði að rödd hans hefði breyst vegna sjúkdómsins og sagði við Jan: „Röddin mín er meðal margra þátta sem skapa óvissu um sköpunarmöguleika mína.“

„Ég veit ekki hvort ég geti sungið lengur. Mig langar ekki til að syngja, og það er fyrir mig merki. Ég er víðsýnn gagnvart því hvað ég tel virka; ég geri ekki ráð fyrir að geta náð fullkominni tækni. Spurningin er hvort ég geti tjáð mig með röddinni. Eins og staðan er núna, þá er það útilokað. En ég veit ekki hvort mér tekst það einhvern tímann aftur.“

Morten hvatti aðdáendur til að hafa ekki áhyggjur og sagði að hann væri nú „að hlusta á fagfólkið“.

„Notið orku ykkar í raunveruleg vandamál,“ sagði hann. „Og vitið að mér er sinnt.“ Verið góð þjónar náttúrunnar, sem er undirstaða tilveru okkar, og hlífið umhverfinu á meðan það er enn hægt. Hafið ekki áhyggjur af mér. Finnið út hver þið viljið vera, það er ferli sem getur verið nýtt á hverjum einasta degi.“

Hann sagði einnig að hann hefði verið að semja texta síðan hann fékk greininguna, en væri „ekki viss“ hvort hann myndi ná að klára eða gefa þá út.

Parkinsons getur haft bæði líkamleg og andleg áhrif á þá sem greinast. Sjúkdómurinn veldur smám saman skemmdum í heilanum og hefur áhrif á hreyfingu og starfsemi með tímanum.

Oftast greinast einstaklingar eftir fimmtugt, en margir frægir einstaklingar hafa greinst með hann í gegnum tíðina.

Meðal þeirra eru Ozzy Osborne, Neil Diamond og Billy Connolly, en einnig hnefalegagoðsögnin Muhammad Ali sem greindist aðeins þremur árum eftir að ferli hans lauk.

Læknar sögðu eftir andlát Alis árið 2016: „Sjúkdómur Muhammads Ali þróaðist frá fertugsaldri og þar til hann lést 74 ára. Hann sýndi einkenni eins og þreytu, veiklaða rödd, hægar hreyfingar, og stífan svip, auk annarra hreyfitengdra einkenna Parkinsons.“

Í sjaldgæfum tilvikum getur sjúkdómurinn komið fram fyrir fertugt.

Bandaríski leikarinn Michael J. Fox, sem nú er 63 ára, greindist aðeins 29 ára gamall árið 1991.

Hann hefur síðan helgað sig því að styðja við rannsóknir á sjúkdómnum í gegnum góðgerðarsamtökin The Michael J. Fox Foundation for Parkinson's Research.

A-ha var stofnuð árið 1982 af Harket og vinum hans, Paul Waaktaar-Savoy og Magne Furuholmen. Hljómsveitin sló í gegn á heimsvísu árið 1985 með fyrstu plötu sinni Hunting High and Low sem innihélt meðal annars smellina Take On Me og The Sun Always Shines on TV.

Lagið Take On Me var nýverið notað í annarri þáttaröð HBO-þáttanna The Last of Us, þar sem aðalpersónan Ellie, leikin af Bella Ramsey, söng lagið á kassagítar.

Þótt A-ha hafi orðið heimsfræg á níunda áratugnum hefur sveitin haldið áfram að gefa út tónlist, meðal annars plöturnar Memorial Beach, Lifelines og Cast in Steel.

Morten á fimm börn, þrjú með fyrrverandi eiginkonu sinni Camillu Malmquist Harket, dóttur með fyrrverandi kærustu sinni Anne Mette Undlien og aðra dóttur með núverandi maka sínum Inez Andersson.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Hungursneyð opinberlega staðfest á Gaza
Heimur

Hungursneyð opinberlega staðfest á Gaza

„Þetta er í fyrsta sinn í lífi mínu sem ég óska þess að ég ætti ekki börn, því það er óbærilegt að horfa á þau visna svona.“
Kona handtekin vegna hraðbankaránsins
Innlent

Kona handtekin vegna hraðbankaránsins

Tíu tekjuhæstu Garðbæingarnir opinberaðir
Peningar

Tíu tekjuhæstu Garðbæingarnir opinberaðir

Rússneskir hermenn skutu hver á annan til að fá bætur og orður
Heimur

Rússneskir hermenn skutu hver á annan til að fá bætur og orður

„Markmiðið að stjórnvöld séu meðvituð um hvaða áhrif ákvarðanir þeirra hafa“
Innlent

„Markmiðið að stjórnvöld séu meðvituð um hvaða áhrif ákvarðanir þeirra hafa“

Forstjóri selur einbýli með fataherbergi
Fólk

Forstjóri selur einbýli með fataherbergi

„Skýrt í mínum huga að ofsóknir eiga að hafa afleiðingar”
Innlent

„Skýrt í mínum huga að ofsóknir eiga að hafa afleiðingar”

Pétur lætur Þorgerði Katrínu hafa það óþvegið
Innlent

Pétur lætur Þorgerði Katrínu hafa það óþvegið

Forsetinn segir ungt fólk hrópa á hjálp
Innlent

Forsetinn segir ungt fólk hrópa á hjálp

Illa liðinn skólameistari vill annað tækifæri
Innlent

Illa liðinn skólameistari vill annað tækifæri

Snorri Ásmundsson hugleiðir fyrir ást og friði
Menning

Snorri Ásmundsson hugleiðir fyrir ást og friði

Alþjóðleg pólitík er barnaleg - Að vera þingmaður 11. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Alþjóðleg pólitík er barnaleg - Að vera þingmaður 11. kafli

Heimur

Hungursneyð opinberlega staðfest á Gaza
Heimur

Hungursneyð opinberlega staðfest á Gaza

„Þetta er í fyrsta sinn í lífi mínu sem ég óska þess að ég ætti ekki börn, því það er óbærilegt að horfa á þau visna svona.“
Óvíst hvort Ísraelar samþykki vopnahléssamninginn
Heimur

Óvíst hvort Ísraelar samþykki vopnahléssamninginn

Rússneskir hermenn skutu hver á annan til að fá bætur og orður
Heimur

Rússneskir hermenn skutu hver á annan til að fá bætur og orður

Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg
Heimur

Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum
Heimur

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn
Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn

Loka auglýsingu