
Oliver Miller spilaði með sex liðumSpilaði úrslitum gegn Jordan
Mynd: NBA.com
Körfuboltamaðurinn Oliver „Big O“ Miller er látinn og var hann aðeins 56 ára gamall.
Hann spilaði í níu tímabil í NBA-deildinni með sex mismunandi liðum. Hans besta tímabil var frá 1995 til 1996 en þá spilaði hann 76 leiki með Toronto Raptors þar sem hann skoraði 12,9 stig að meðaltali í leik og hirti 7,4 fráköst. Þá komst hann í úrslit NBA-deildarinnar á fyrsta tímabilinu sem hann spilaði í henni. Á þeim tíma var hann leikmaður Phoenix Suns og mætti Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls.
Hann spilaði síðast í NBA-deildinni árið 2004 og lagði skónna endanlega á hilluna árið 2010 eftir næstum 20 ára feril.
Komment