Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er greint frá því að óskað hafi verið aðstoðar lögreglu vegna eignaspjalla á bílskúr. Málið er í rannsókn.
Ökumaður var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.
Neyðarboð barst frá strætisvagni vegna farþega sem var þar með uppsteyt. Hann neitaði að segja til nafns þegar reynt var að ræða við hann og var fluttur á lögreglustöð þar sem annað hljóð komst í hann. Hann var látinn laus eftir samtal.
Maður var handtekinn vegna óspekta á almannafæri og var fluttur á stöð þar sem tekin var af honum skýrsla og látinn laus að því loknu.
Ökumaður var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Hafði uppi ógnandi tilburði á vettvangi og neitaði með öllu að fylgja fyrirmælum lögreglu og var fluttur á lögreglustöð í hefðbundið ferli og vistaður í fangaklefa.
Tilkynnt var um líkamsárás en þar áttu menn að hafa ráðist að ungum dreng þegar hann var á leið til síns heima. Málið er í rannsókn að sögn lögreglu.


Komment