1
Innlent

„Samfélagið hafði ekki efni á fjölfötluðu barni“

2
Innlent

„Það er að ein­hverju leyti þetta fína fólk sem er í þess­um hefðbundnu hægri­flokk­um“

3
Innlent

Varasamt veður vegna vinds

4
Innlent

Segir aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart helförinni á Gaza vera „fyrirlitlegt“

5
Innlent

Fláráður ferðamaður neitaði að borga reikninginn og hótaði að drepa lögreglumann

6
Heimur

Yfirmaður í ísraelska hernum vill myrða 50 Palestínumenn fyrir hvern látinn Ísraela

Til baka

Ánægja með Árbakka

Sólstöðuhátíðin Árbakkinn verður haldin á morgun klukkan 18 á útivistarsvæðinu í Nesi á Hellu

Tónlistarhátíð Hellu 2025
Líf og fjör og helling af tónlistÍ boði á Hellu á laugardaginn frá klukkan 18-21
Mynd: Bjarki Eiríksson.

Sólstöðuhátíðin Árbakkinn verður haldin næstkomandi laugardag á fjölskyldu- og útivistarsvæði í Nesi á Hellu frá klukkan 18-21.

Á þessari splunkunýju hátíð mun tónlistarfólk frá Hellu, Hvolsvelli og nágrenni koma fram og er aðgangur ókeypis á hátíðina og eru allir velkomnir og meira en það:

„Ég var að rúnta með yngsta strákinn minn um Hellu í lok febrúar. Þegar ég keyrði framhjá útivistarsvæðinu í Nesi þá hugsaði ég með mér að þarna gæti verið gaman að halda tónleika að sumri til,“ segir Bjarki Eiríksson, skipuleggjandi hátíðarinnar, í samtali við sunnlenska.is.

Hann bætir því við að „hugmyndin lét mig ekki í friði og eftir að hafa borið hana undir nokkra vini mína ákvað ég að sumarsólstöður yrðu fyrir valinu. Ég gekk þá skrefinu lengra og byrjaði að sækja leyfi til sveitarstjórnar og um styrki í samfélagssjóði og til fyrirtækja á svæðinu. Allir tóku vel í uppátækið og hér erum við í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem við höldum upp á sólstöður með þessu móti en miðað við hve vel við skemmtum okkur á æfingum er vonandi að þetta verði að árlegum viðburði.“

Í Rangárvallasýslu býr óneitanlega margt hæfileikaríkt fólk, og eiga þeir listamenn sem koma fram á hátíðinni allir það sameiginlegt að vera af svæðinu:

„Listamennirnir eru flestir búsett á Hellu, Hvolsvelli og nærsveitum eða eiga tengingu við svæðið. Við erum átta talsins sem komum fram ásamt gestasöngvurum og hljómsveit, Sólstöðubandinu, sem spilar undir,“ sagði Bjarki.

Umræddir listamenn sem koma fram eru þau Brynhildur Sighvatsdóttir, Dana Ýr Antonsdóttir, Finnur Bjarki Tryggvason, Fríða Hansen, Glódís Margrét Guðmundsdóttir, Kristinn Ingi Austmar, Stefán Orri Gíslason, auk Bjarka:

„Við hefjum leik um sexleytið á laugardaginn sem hentar barnafólki. Léttleikandi popp- og rokktónlist í órafmögnuðum stíl verður í fyrirrúmi. Við munum bjóða upp á allskonar lög sem skapa sumarlega og létta stemningu. Stemningin fyrir hátíðinni er góð. Við finnum fyrir miklum meðbyr og fólk á svæðinu er áhugasamt um hátíðina og fagnar frumkvæðinu. Ég vil þakka bakhjörlum hátíðarinnar fyrir að hjálpa okkur að gera þetta að veruleika. Svo hvetjum við að sjálfsögðu öll sem eiga heimangengt að mæta á laugardaginn og fagna sólstöðum með söng, gleði og samneyti við vini og fjölskyldu,“ sagði Bjarki að endingu.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


„Samfélagið hafði ekki efni á fjölfötluðu barni“
Innlent

„Samfélagið hafði ekki efni á fjölfötluðu barni“

Sigmundur Ernir ber saman háskólanám dætra sinna
„Það er að ein­hverju leyti þetta fína fólk sem er í þess­um hefðbundnu hægri­flokk­um“
Innlent

„Það er að ein­hverju leyti þetta fína fólk sem er í þess­um hefðbundnu hægri­flokk­um“

Fláráður ferðamaður neitaði að borga reikninginn og hótaði að drepa lögreglumann
Innlent

Fláráður ferðamaður neitaði að borga reikninginn og hótaði að drepa lögreglumann

Yfirmaður í ísraelska hernum vill myrða 50 Palestínumenn fyrir hvern látinn Ísraela
Heimur

Yfirmaður í ísraelska hernum vill myrða 50 Palestínumenn fyrir hvern látinn Ísraela

Segir aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart helförinni á Gaza vera „fyrirlitlegt“
Innlent

Segir aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart helförinni á Gaza vera „fyrirlitlegt“

Alexander Máni smyglaði inn fíkniefnum í hundamatsumbúðum
Innlent

Alexander Máni smyglaði inn fíkniefnum í hundamatsumbúðum

Karlmaður á fimmtugsaldri í gæsluvarðhaldi
Innlent

Karlmaður á fimmtugsaldri í gæsluvarðhaldi

Rússar hafna fundi með Zelensky – diplómatísk spenna magnast
Heimur

Rússar hafna fundi með Zelensky – diplómatísk spenna magnast

Um 100 mótmælendur trufluðu ríkisstjórnarfund
Myndir
Innlent

Um 100 mótmælendur trufluðu ríkisstjórnarfund

Uppsagnir á Sýn halda áfram
Innlent

Uppsagnir á Sýn halda áfram

Halla Tómasdóttir í hópi þeirra tekjuhæstu á Íslandi
Peningar

Halla Tómasdóttir í hópi þeirra tekjuhæstu á Íslandi

Landið

Ferðamenn stefndu Orra í lífshættu
Myndband
Landið

Ferðamenn stefndu Orra í lífshættu

Myndband náðist af glæfralegum akstri túrista á Suðurlandi
Gunnar getur ekki hætt að hugsa um stúlkuna sem lést í Reynisfjöru
Landið

Gunnar getur ekki hætt að hugsa um stúlkuna sem lést í Reynisfjöru

Dúfnadauðinn í Eyjum enn óútskýrður
Landið

Dúfnadauðinn í Eyjum enn óútskýrður

Grunuðum afbrotamönnum sparkað til Albaníu
Landið

Grunuðum afbrotamönnum sparkað til Albaníu

Yfirlögregluþjónn hefur ekki trú á að hörmungarmyndbönd úr Reynisfjöru hjálpi
Landið

Yfirlögregluþjónn hefur ekki trú á að hörmungarmyndbönd úr Reynisfjöru hjálpi

Maður féll í Vestari-Jökulsá
Landið

Maður féll í Vestari-Jökulsá

Loka auglýsingu