
Níels hefur komið víða viðVar meðal annars sýningarstjóri við Íslensku óperuna.
Mynd: Móðurskipið
Níels Thibaud Girerd, sem sló í gegn undir nafninu Nilli, er einn af umsækjendum um embætti óperustjóra Þjóðaróperu Íslands en Morgunblaðið greinir frá þessu.
Á árunum 2015 – 2017 starfaði Níels sem sýningarstjóri og aðstoðarleikstjóri við Íslensku óperunnar, kom hann meðal annars að sýningunum á borð við Mannsröddin, Évgení Ónegin sem tilnefnd var til Grímunnar sem sýning ársins 2017, Toscu og Brothers. Auk þess hefur Níels leikstýrt óperunum Rabbi Rafmagnsheili eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Örlagaþráðum fyrir Íslensku óperuna.
Óperustjóri verður skipaður fimm ár í senn.
Umsækjendur í stafrófsröð:
- Alexandra Chernyshova, óperusöngkona, tónskáld og tónlistarstjóri
- Atli Ingólfsson, tónskáld, prófessor við Listahaskóla Íslands
- Bjarni Thor Kristinsson, óperusöngvari og leikstjóri
- Finnur Bjarnason, óperusöngvari og sérfræðingur
- Gunnar Karel Másson, tónskáld
- Halldór Einarsson Laxness, leikstjóri
- Jóhann Smári Sævarsson, óperusöngvari og listrænn stjórnandi/óperustjóri Norðuróps
- Níels Thibaud Girerd, leikari
- Richard Schwennicke, stjórnandi og répétiteur hjá Þjóðaróperunni í Vín
- Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri
- Þórður Emil Sigurvinsson, sjómaður
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment