
Mikil körfuboltahefð er í NjarðvíkGleðin var gífurleg
Mynd: KKÍ
Njarðvík varð í dag bikarmeistari kvenna í körfubolta, en liðið tryggði sér bikarinn með sigri á Grindavík, 81-74.
Er þetta í annað sinn sem kvennalið Njarðvíkur hampar bikarnum góða; sá fyrsti kom árið 2012.
Leikurinn í dag var jafn og spennandi mestallan tímann og það var ekki fyrr en undir lokin að Njarðvík steig á bensínið af krafti og landaði flottum sigri í vel heppnuðum og skemmtilegum bikarúrslitaleik.
Til hamingju Njarðvík!
Komment