
Mynd: Aðsend
Samtökin No Borders Iceland hafa nýverið hrundið af stað nýrri tónleikaröð.
Tónleikar án landamæra, sem hefur það að markmiði að stuðla að vitundarvakningu um réttindabaráttu fólks á flótta og stöðu þeirra á Íslandi. Samkvæmt tilkynningu frá samtökunum er lögð áhersla á valdeflingu, inngildingu, skilning og samstöðu í gegnum tónlist og samfélagslega þátttöku.
Viðburðirnir fara almennt fram á sex vikna fresti og næstu tónleikar verða haldnir þann 30. apríl á Prikinu. Meðal þeirra sem koma fram eru Sesar A, ásamt DJ. Flugvél og Geimskip og MC MYASNOI.
Hægt er að skoða viðburðin hér.
Komment