1
Minning

Nafnið á manninum sem lést

2
Innlent

Aukin skjálfta­virkni í Ljósu­fjöll­um mögulega und­an­fari eld­goss

3
Innlent

Telur sig hafa fundið klósettpappír í súpunni

4
Innlent

Evrópa hlýnar tvöfalt hraðar en aðrir heimshlutar: „Þetta er þegar að gerast“

5
Fólk

Anna játar „hræðilega synd” sína

6
Innlent

Sá grunaði braut ekki gegn fleiri börnum á leikskólanum

7
Innlent

Slökkvilið allra stöðva borgarinnar kallað að Kleppsvegi

8
Innlent

Matvælastofnun varar við Snikkers Brownies

9
Innlent

Hótaði ítrekað að drepa lögreglumenn

10
Minning

Grétar Brynjúlfur Kristjánsson látinn

Til baka

Norrænu læknafélögin: Hrun heilbrigðiskerfis á Gaza er neyðarástand

Sameiginleg yfirlýsing norrænu læknafélaganna um ástandið á Gaza

Gaza 2025 or
Frá GazaNorrænu læknafélögin lýsa yfir miklum áhyggjum yfir ástandinu á Gaza

Læknafélög á öllum Norðurlöndum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir miklum áhyggjum af versnandi mannúðarkrísu á Gaza.

Í yfirlýsingunni, sem birt var í dag 18. ágúst, segir að fjöldi óbreyttra borgara hafi orðið fyrir barðinu á átökunum og að heilbrigðisstofnanir og starfsfólk hafi ítrekað orðið fyrir árásum. „Hrun heilbrigðiskerfisins á Gaza er neyðarástand sem kallar á tafarlaust og samræmt alþjóðlegt viðbragð,“ segja forsetar læknafélaganna í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð sem undirrita yfirlýsinguna.

Þau benda á að sjúkrahús séu orðin óstarfhæf, heilbrigðisstarfsfólk vinni við ómögulegar aðstæður og börnum og öðrum viðkvæmum hópum sé synjað um bráðaþjónustu. Skortur á nauðsynlegum lækningavörum og hindranir á flutningi mannúðaraðstoðar hafi skilið fjölda fólks eftir án grunnheilbrigðisþjónustu.

Læknafélögin hvetja ríkisstjórnir Norðurlanda til að beita sér tafarlaust í málinu. Þau vilja að gripið verði til aðgerða sem tryggi að sjúklingar á Gaza fái nauðsynlega læknisþjónustu, bæði á staðnum og með flutningi til meðferðar erlendis ef þurfa þykir. Þá krefjast þau öruggra mannúðarganga fyrir afhendingu lækningavara og að alþjóðleg mannúðarlög verði virt með vernd heilbrigðisstarfsfólks, stofnana og flutninga. Einnig hvetja þau til diplómatískra aðgerða til að koma á varanlegu vopnahléi.

„Í stríði verður hlutverk læknastéttarinnar að vera skýrt: að verja líf og reisn – og að láta rödd sína heyrast þegar þessu er ógnað,“ segir í yfirlýsingunni.

Hér má lesa yfirlýsinguna í heild, í íslenskri þýðingu:

Sameiginleg yfirlýsing norrænu læknafélaganna um Gaza

  1. ágúst 2025

Við, læknafélög Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar, lýsum yfir djúpri áhyggju vegna áframhaldandi og vaxandi mannúðarkrísu á Gaza.

Sem heilbrigðisstarfsfólk höfum við miklar áhyggjur af þeim fjölda óbreyttra borgara sem hafa orðið fyrir barðinu og af endurteknum árásum á heilbrigðisstofnanir og starfsfólk heilbrigðiskerfisins. Eyðilegging heilbrigðiskerfis Gaza, ásamt áframhaldandi hindrunum á flutningi mannúðaraðstoðar – þar með talið nauðsynlegra lækningavara – hefur leitt til þess að óteljandi manneskjur hafa ekki aðgang að grunnheilbrigðisþjónustu eða lífsnauðsynlegri meðferð. Sjúkrahús hafa verið gerð óstarfhæf, heilbrigðisstarfsmenn vinna við ómögulegar aðstæður og börnum og öðrum viðkvæmum hópum er synjað um bráðaþjónustu. Hrun heilbrigðiskerfisins á Gaza er neyðarástand sem kallar á tafarlaust og samræmt alþjóðlegt viðbragð.

Við hvetjum norrænu ríkisstjórnirnar til að grípa til áþreifanlegra aðgerða til að draga úr þessari kreppu, þar á meðal:

  • Að knýja á um að gripið verði til aðgerða til að tryggja að allir sjúklingar á Gaza fái nauðsynlega læknisþjónustu – með því að tryggja meðferð á staðnum og auðvelda skjótan flutning sjúklinga til meðferðar erlendis þegar þörf krefur.
  • Að styðja afhendingu nauðsynlegra lækningavara og mannúðaraðstoðar með varanlegum og öruggum mannúðargöngum.
  • Að stuðla að virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og vernd heilbrigðisstarfsfólks, stofnana og flutninga.
  • Að beita diplómatískum aðgerðum til að stuðla að varanlegu vopnahléi.

Við staðfestum jafnframt mikilvægi læknisfræðilegs hlutleysis og hvetjum allar fylkingar til að virða réttindi sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks, óháð pólitísku eða hernaðarlegu samhengi.

Norrænu læknafélögin eru reiðubúin að styðja þessar aðgerðir og vinna með viðeigandi innlendum og alþjóðlegum aðilum til að tryggja aðgengi að lífsnauðsynlegri læknisþjónustu.

Í stríði verður hlutverk læknastéttarinnar að vera skýrt: að verja líf og reisn – og að láta rödd sína heyrast þegar þessu er ógnað.

Undirritað:

Camilla Noelle Rathcke, forseti Læknafélags Danmerkur
Steinunn Þórðardóttir, forseti Læknafélags Íslands
Niina Koivuviita, forseti Læknafélags Finnlands
Anne-Karin Rime, forseti Læknafélags Noregs
Sofia Rydgren Stale, forseti Læknafélags Svíþjóðar

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Lögreglan biður um aðstoð við að hafa uppi á manni
Myndir
Innlent

Lögreglan biður um aðstoð við að hafa uppi á manni

Hvetur manninn til þess að gefa sig fram við yfirvöld
„Truflandi“ skilaboð milli lækna í máli Matthew Perry opinberuð
Heimur

„Truflandi“ skilaboð milli lækna í máli Matthew Perry opinberuð

Slökkvilið allra stöðva borgarinnar kallað að Kleppsvegi
Myndir
Innlent

Slökkvilið allra stöðva borgarinnar kallað að Kleppsvegi

Telur sig hafa fundið klósettpappír í súpunni
Innlent

Telur sig hafa fundið klósettpappír í súpunni

Grétar Brynjúlfur Kristjánsson látinn
Minning

Grétar Brynjúlfur Kristjánsson látinn

Matvælastofnun varar við Snikkers Brownies
Innlent

Matvælastofnun varar við Snikkers Brownies

Að finna von í myrkrinu – Bergdís segir sína sögu í tónum
Menning

Að finna von í myrkrinu – Bergdís segir sína sögu í tónum

Anna játar „hræðilega synd” sína
Fólk

Anna játar „hræðilega synd” sína

Nafnið á manninum sem lést
Minning

Nafnið á manninum sem lést

Sá grunaði braut ekki gegn fleiri börnum á leikskólanum
Innlent

Sá grunaði braut ekki gegn fleiri börnum á leikskólanum

Evrópa hlýnar tvöfalt hraðar en aðrir heimshlutar: „Þetta er þegar að gerast“
Innlent

Evrópa hlýnar tvöfalt hraðar en aðrir heimshlutar: „Þetta er þegar að gerast“

Heimur

„Truflandi“ skilaboð milli lækna í máli Matthew Perry opinberuð
Heimur

„Truflandi“ skilaboð milli lækna í máli Matthew Perry opinberuð

„Ég velti fyrir mér hversu mikið þessi fáviti mun borga“
Hópslagsmál eyðilögðu samverustund fjölskyldu
Myndband
Heimur

Hópslagsmál eyðilögðu samverustund fjölskyldu

Norrænu læknafélögin: Hrun heilbrigðiskerfis á Gaza er neyðarástand
Heimur

Norrænu læknafélögin: Hrun heilbrigðiskerfis á Gaza er neyðarástand

Pútín og Trump skellihlæjandi saman
Heimur

Pútín og Trump skellihlæjandi saman

Einn látinn eftir skotárás fyrir utan mosku
Heimur

Einn látinn eftir skotárás fyrir utan mosku

Valdatafl kringum fund Trumps og Putins
Heimur

Valdatafl kringum fund Trumps og Putins

Loka auglýsingu