1
Minning

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri

2
Innlent

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”

3
Mannlífið

Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast

4
Innlent

Stór hluti ákæru felldur niður í máli Shamsudin-bræðra

5
Innlent

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði

6
Innlent

Tíu ára drengur illa útleikinn: „Dekkið hafði verið losað á hjólinu hans“

7
Innlent

Atli Vikar er fundinn heill á húfi

8
Innlent

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“

9
Heimur

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum

10
Menning

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann

Til baka

Ný heimildarmynd varpar ljósi á sjúkan huga Brueckners

Barnasundföt, leikföng og viðbjóðslegar sögur af barnsránum fundust í húsnæði níðingsins.

Maddie og Brueckner
Maddie litla og mögulegur morðingi hennar.Heimildarmyndin varpar skýrara ljósi á sjúkan huga Brueckners.
Mynd: Samsett

Eldfim ný heimildarmynd um hvarf Madeleine McCann varpar ljósi á ný og mögulega afdrifarík sönnunargögn sem kunna að styrkja þá kenningu að Christian Brueckners sé sá seki í málinu. Þetta er fullyrt í breska fréttamiðlinum Mirror.

Myndin beinist að vísbendingum sem fundust á felustað hans og gætu varpað ljósi á hvers vegna þýski ríkisborgarinn Brueckner er í brennidepli í einu umtalaðasta sakamáli heims, þegar Madeleine hvarf árið 2007.

Frá því Madeleine litla hvarf í fjölskyldufríi í Algarve fyrir 18 árum hafa vísbendingar verið af skornum skammti. Í myndinni eru sýndar óhugnanlegar uppgötvanir sem gerðar voru í yfirgefnu verksmiðjuhúsnæði Brueckners, auk þess sem fjallað er um sjúklegan áhuga hans á ungum börnum.

Heimildarmyndin, „Madeleine McCann: Inside the Secret Evidence“, fjallar meðal annars um barnasundföt og leikföng sem fundust á eign Brueckners. Þá greinir hún frá því að lögregla hafi fundið grímu, skotvopn og viðbjóðslegar sögur um barnsrán sem Brueckner skrifaði sjálfur.

Í einni slíkri sögu skrifar hann: „Mjög lítil stelpa gengur inn í herbergið. Hún er örugglega ekki eldri en fimm ára. Ljóst, sítt hár í tagli skoppar á eftir henni þegar hún kemur til mín. Mér líður eins og ég sé í paradís.“

Í annarri óhugnanlegri frásögn, sem Brueckner á að hafa skrifað, lýsir hann því að hafa notað eiturlofttegund, etervökva, á móður og barn fyrir utan leikskóla. Einnig er greint frá 80gb hörðum diski sem hafi gegnt lykilhlutverki í því að sannfæra rannsóknaraðila um að einblína á Brueckner.

Harðdiskurinn staðsetti Brueckner nálægt leitarsvæði við Arade-stífluna í Portúgal. Myndin greinir einnig frá því að Brueckner hafi skrifað að hann vildi „fanga eitthvað lítið og nota það í nokkra daga“. Hann hótaði einnig að það myndi ekki skipta máli þótt „sönnunargögnum yrði eytt á eftir“ áður en hann bætti við: „Ég mun gera margar kvikmyndir ... hehe.“

Lögregluskýrslur greina frá að þetta séu mikilvægustu upplýsingar sem komið hafa fram í málinu frá því þýsk yfirvöld tilkynntu árið 2020 að Brueckner væri aðalsakborningur í hvarfi Madeleine McCann.

Í myndinni kemur einnig fram að Brueckner hafi neitað að svara spurningum lögreglu og ekki gefið neina afsökun. Hann hefur þó ekki verið formlega ákærður fyrir hvarf eða hugsanlegt morð á Madeleine.

Í heimildarmyndinni er einnig viðtal við írska ferðaráðgjafann Hazel Behan, 41 árs, sem Brueckner var sýknaður af að hafa nauðgað árið 2005, í réttarhöldum í Þýskalandi á síðasta ári. Þar kemur fram að rannsóknaraðilar óttast að Brueckner muni taka leyndarmálin með sér í gröfina, án þess að veita fjölskyldu Madeleine nein lokaorð eða svör.

Síðasta leit að vísbendingum í málinu stóð yfir í þrjá daga í Praia da Luz í síðustu viku, nálægt þeim stað þar sem Brueckner er sagður hafa tjaldað á sínum tíma.

Þýskir rannsakendur fengu aðstoð frá portúgölsku lögreglunni og notuðu bæði gröfur og ratsjárbúnað til að leita í jörðu. Þrátt fyrir umfangsmikla leit fundust engin haldbær sönnunargögn.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg
Heimur

Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg

Sýnir að Netanyahu hefur engan áhuga á vopnahléi, segir ísraelskur dálkahöfundur
Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast
Mannlífið

Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum
Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“
Innlent

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum
Heimur

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri
Minning

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann
Menning

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann

Prís mun ódýrara ári eftir opnun
Peningar

Prís mun ódýrara ári eftir opnun

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði
Innlent

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”
Innlent

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”

Atli Vikar er fundinn heill á húfi
Innlent

Atli Vikar er fundinn heill á húfi

Sveitarfélögin á svæðinu leggjast gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk
Innlent

Sveitarfélögin á svæðinu leggjast gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk

Tímabundið skjól – einstök sýning í Bíó Paradís á sjálfstæðisdegi Úkraínu
Menning

Tímabundið skjól – einstök sýning í Bíó Paradís á sjálfstæðisdegi Úkraínu

Heimur

Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg
Heimur

Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg

Sýnir að Netanyahu hefur engan áhuga á vopnahléi, segir ísraelskur dálkahöfundur
Kínverskt gervihunang flæðir inn í Evrópu
Heimur

Kínverskt gervihunang flæðir inn í Evrópu

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum
Heimur

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn
Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn

Óvíst hvort Ísraelar samþykki vopnahléssamninginn
Heimur

Óvíst hvort Ísraelar samþykki vopnahléssamninginn

Rannsókn hafin eftir að ungur piltur lést í haldi lögreglu
Heimur

Rannsókn hafin eftir að ungur piltur lést í haldi lögreglu

Loka auglýsingu