1
Innlent

Margrét Löf játar ofbeldi gegn foreldrum sínum

2
Menning

Kristmundur Axel missir stjórn

3
Innlent

Spyr Kristrúnu og Þorgerði Katrínu hvað hafi orðið um kosningaloforðin

4
Heimur

Barnastjarnan Sophie Nyweide var ólétt þegar hún lést

5
Minning

Þorleifur Pálsson er fallinn frá

6
Fólk

Glúmur segir Íslendinga mjög skringilega tegund

7
Innlent

Lokað fyrir athugasemdakerfi RÚV eftir hótanir um dráp og geldingar

8
Innlent

Sólveig Anna sendir pillu á Valdimar Leó

9
Fólk

Stefán Einar og Sara Lind ganga hvor sína leið

10
Heimur

Dómari fyrirskipar endurflutning annars innflytjanda frá El Salvador

Til baka

Ný vitni í máli Jill Dando tengja serbneskan leigumorðingja við morðið

Lögreglan neitar samt að opna málið.

Jill Dando
Jill DandoSjónvarpskonan var myrt fyrir framan heimili sitt árið 1999.

Nýtt vitni í morðmáli sjónvarpskonunnar Jill Dando, sem var skotin til bana fyrir utan heimili sitt í London árið 1999, telur sig hafa séð serbneskan leigumorðingja, Milorad Ulemek, hlaupa frá vettvangi skömmu eftir morðið.

Vitnið, sem var sendibílstjóri á leið eftir Fulham Palace Road, sagði frá því að maður í dökkum jakkafötum hafi hlaupið fyrir bílinn hans og virtist flýja eitthvað. Hann lýsti manninum sem um 30 ára, meðalháum og með svart hár, lýsing sem passar við útlit Ulemek á þeim tíma.

leigumorðinginn
Milorad UlemekLeigumorðinginn situr nú inni í Serbíu fyrir tvö morð.

Þessi nýja frásögn styður fyrri lýsingu frá kvenkyns vitni sem einnig sagðist hafa séð Ulemek hlaupa frá vettvangi. Báðir aðilar eru meðal þeirra fáu sem gátu lýst grunsamlegum manni og tekið þátt í að búa til tölvuteikningar (e-fit) fyrir lögreglu. Sérfræðingur í andlitsgreiningu greindi upptöku úr öryggismyndavél og fann engin greinileg frábrigði milli þess sem þar sést og Ulemek.

Á þessum tíma voru átök í Júgóslavíu í algleymingi og Bretar þátttakendur í loftárásum á Serbíu. Samdægurs morðinu barst BBC símtal þar sem fullyrt var að drápið væri hefnd vegna árásanna. Ulemek, sem var yfirmaður leigumorðingjahóps í þágu Milosevic, afplánar nú 40 ára dóm í Serbíu fyrir önnur morð og stríðsglæpi. Hann hefur ekki svarað ásökunum í tengslum við Dando-morðið.

Þrátt fyrir þessi nýju vitni og gögn hefur lögreglan í London hafnað því að rannsaka málið á nýjan leik. Fjölmargir sérfræðingar, þar á meðal fyrrverandi ákærendur, þingmenn og rannsóknarblaðamenn, hafa kallað eftir því að málið verði opnað aftur. Þeir telja að lýsingar vitna, líkindi við Ulemek og brotakennd rannsókn eftir morðið réttlæti frekari skoðun.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


AFP__20171214__V63MQ__v1__HighRes__BelgiumIranSwedenProtestHumanRights
Heimur

Svíþjóð hvetur Íran til að leysa tvöfaldan ríkisborgara úr haldi

Akranes 2
Innlent

Valur dæmdur fyrir vopnalagabrot á Akranesi

Heiðar Örn sigurfinnsson
Innlent

Lokað fyrir athugasemdakerfi RÚV eftir hótanir um dráp og geldingar

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra
Pólitík

Kristrún segir samstöðu vanta meðal Norðurlandanna gegn Ísrael

AFP__20140730__AA_30072014_201__v1__HighRes__NorwegianDoctorMadsGilbert
Heimur

Lífslíkur Gaza-búa lækka um 35 ár á einu ári

Sólveig Anna Jónsdóttir 2
Innlent

Sólveig Anna sendir pillu á Valdimar Leó

|
Minning

Þorleifur Pálsson er fallinn frá

Kattarfjöldamorðinginn
Heimur

Meintur kattaraðmorðingi handtekinn í Kaliforníu