
Þann 15. Mars var lokadagur ársþings KKÍ haldinn og á honum var kjörin ný stjórn og nýr formaður KKÍ. Það var Kristinn Albertsson sem varð fyrir valinu sem formaður. Hins vegar hefur brot úr sigurræðu sem Kristinn hélt á þinginu vakið athygli margra og ekki fyrir góðar sakir.
Í ræðunni, sem hefur verið að hluta til birt á samfélagsmiðlum, má sjá formanninn ræða um vinsældir íþrótta í heiminum og nefnir að handbolti sé í 186. sæti á þeim lista og indverskt rottuhlaup sé í 185. sæti. Vakti þetta um hlátur hjá mörgum sem sátu þingið.
Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, birti myndskeið af orðum hans.
Áfram Ísland 🇮🇸 2.0 : Brot úr sigurræðu nýs formanns KKÍ pic.twitter.com/Kn7FQdB3KA
— Björgvin Páll Gústavsson (@BjoggiGustavs) March 23, 2025
Stuðningsmönnum handbolta á Íslandi er ekki skemmt yfir þessum orðum Kristins. „Sleppum því að ræða okkar árangur sem þjóð. Mælum okkur í smægð hvors annars. Hreint út sagt sorglegt tal,“ skrifar Ásgeir Jónsson, þjálfari og fyrrverandi handboltamaður, á Twitter um málið.
Kemur þetta aðeins tveimur dögum eftir að handboltamenn sökuðu Kára Árnason, fyrrverandi landsliðsmann í fótbolta, um að gera lítið úr handbolta þegar hann ræddi um leik Íslands við Kósovó í fótbolta á föstudaginn.
Áfram Ísland 🇮🇸 pic.twitter.com/hFEQFzbwdI
— Björgvin Páll Gústavsson (@BjoggiGustavs) March 21, 2025
Arnar Daði Arnarsson handknattleiksþjálfari kallaði Kára í kjölfarið lítinn karl.
Komment