Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er greint frá því að tilkynnt hafi verið um aðila sem var að stela í verslun, og var ógnandi með vasahníf. Lögregla fór á vettvang og var aðilinn handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna rannsókn málsins.
Einstaklingur leitaði á lögreglustöð því hann var fastur í handjárnum. Lögreglumenn náðu því miður ekki að leysa hann úr járnunum og honum ráðlagt að leita á næstu slökkvistöð.
Tilkynnt var um umferðaóhapp þar sem bifreið var bakkað á barn. Barnið var með minni háttar meiðsli og málið í rannsókn hjá lögreglu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment