
Ekki kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hversu mörg útköll voru skráð í kerfum hennar frá 17:00 síðdegis í gær til 05:00 í morgun né hversu margir gista fangageymslur eftir nóttina en sitthvað gekk þó á. Hér má sjá nokkur dæmi um verkefni lögreglunnar á tímabilinu.
Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar vegna slagsmála í miðborg Reykjavíkur en einn aðili var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Sama lögreglan handtók nokkra ökumenn vegna gruns um ölvunarakstur.
Lögreglan handtók ökumann í Hafnarfirði vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. Þá var einnig óskað eftir aðstoð lögreglunnar vegna búðarhnupls í Hafnarfirði. Einnig var lögreglan í Kópavogi beðin um aðstoð vegna þjófnaðar í verslun.
Lögreglan sem annast útköll í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ, sektaði ökumann fyrir að aka próflaus og fyrir óviðunandi frágang og drátt farms. Ökumaðurinn ók hefðbundnum skutbíl með sendibifreið á stórri kerru í eftirdragi.

Komment