
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann fyrir að bakka á konu í Breiðholti
Hann var ákærðurfyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot með því að hafa, föstudaginn 15. mars 2024, ekið bifreiði aftur á bak án þess að ganga úr skugga um hvort það skapaði hættu fyrir aðra, um bifreiðastæði við Lóuhóla 2–6 í Reykjavík, með þeim afleiðingum að hann ók á konu sem var gangandi vegfaranda. Við áreksturinn hlaut hún mörg rifbrot, brot á höfuðkúpu og andlitsbeinum, opið sár á fingri og marga yfirborðsáverka á höfði, úlnlið og hendi.
Maðurinn neitaði sök og sagðist ekki haft sýnt gáleysi en í dómnum kemur fram að framburður hans hafi verið á reiki. „Byggir hann sýknukröfu sína á því að hann hafi sýnt aðgæslu og litið í spegla og á skjá bakkmyndavélar þegar hann bakkaði en aðstæður hafi valdið því að brotaþoli hafi verið á blindum stað miðað við hans sjónarhorn. Væri því ekki gáleysi hans um að kenna,“ segir meðal annars í dómnum.
Var stuðst við framburð vitnis á staðnum að miklu leyti. Sagði vitnið meðal annars að hann telji að konan hafi dregist tvo metra undir bílnum áður en hann var stoppaður.
Maðurinn var að lokum dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og er sá dómur skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða konunni 3.500.000 krónur auk vaxta.
Komment