
Litlu mátti muna þegar Orri Ragnar Árnason Amin var á keyra rétt hjá Hellu fyrir stuttu síðan en í myndbandi sem hann tók upp sést bíl vera ekið í veg fyrir Orra og stofna öllum farþegum bílanna í mikla hættu.
Orri segir að um ferðamenn á bílaleigubíl hafi verið að ræða.
Þegar blaðamaður Mannlífs spurði Orra hvort ferðamenn væru stórtækir í að brjóta umferðarlög á svæðinu skellihló hann. „Já, heldur betur. Sérstaklega inn á bílaplönum, þeir keyra bara á móti umferð. Þeir gera það sem þeim dettur í hug.“
„Nei, ég hef ekki séð það,“ segir Orri þegar hann er spurður um hvort lögreglan á Suðurlandi sé að taka á slíkum málum. „Það er ekkert gert. Ekki neitt.“
„Þetta er ekkert nýtt af nálinni,“ segir Orri og nefnir málinu sínu til stuðnings að ferðamaður hafi sett félaga sinn í mikla hættu fyrir stuttu síðan. Sá hafi næstum endað út af veginum rétt hjá Seljalandsfossi með hjólhýsi í eftirdragi.
En er eitthvað hægt að gera í þessum málum?
„Já, ef þessar blessuðu bílaleigu myndu nú aðeins fræða fólk um hvernig á að aka. Með fullri virðingu fyrir Asíubúum þá eru þetta oftast nær Asíubúar,“ segir Orri. Hann telur að vandamálið byrji strax á hringtorginu hjá Keflavíkurvelli.
Komment