Paul Pierce, fyrrverandi körfuboltastjarna, hefur verið ákærður fyrir ölvunarakstur í Los Angeles en hann var handtekinn af lögreglu fyrr í október.
Leikmaðurinn fyrrverandi er sagður hafa sofnað við stýrið á bíl sínum og varð það til þess að lögreglumenn athuguðu málið. Tekið var blóðsýni úr Pierce eftir að lögreglumenn grunaði að hann væri ölvaður. Hann var í kjölfarið settur í gæsluvarðhald.
Tveimur dögum síðar sagði Pierce frá því á samfélagsmiðlum að hann hefði sofnað vegna þess að hann sé orðinn gamall og þreyttur en atvikið átti sér stað nokkrum dögum áður en hann varð 48 ára gamall.
Mál hans verður tekið fyrir af dómstólum í nóvember.
Pierce var sínum tíma einn besti leikmaður NBA deildarinnar og varð meðal annars NBA meistari með Boston Celtics árið 2008 og var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins.


Komment