
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmd Pétur Ómar Pétursson fyrir ýmiss brot en dómur þess efnis var nýlega birtur.
Pétur var ákærður fyrir fyrir hótanir og kynferðislega áreitni en til vara fyrir hótanir og brot gegn blygðunarsemi, með því að hafa fimmtudaginn 31. ágúst 2023 klipið mann endurtekið í síðuna og reynt að fá hann til að taka utan um ákærða og hótað ítrekað að taka manninn með valdi og hafa mök við hann í endaþarm auk þess að hóta að lemja hann, en háttsemi ákærða var til þess fallin að vekja hjá honum ótta um líf, heilbrigði og velferð hans auk þess sem háttsemin var meiðandi í garð mannsins og til þess fallin að vekja með honum ótta og særa blygðunarsemi hans.
Pétur var einnig ákærður fyrir fyrir líkamsárás með því að hafa, þriðjudaginn 16. júlí 2024, innandyra í Reykjavík, veist með ofbeldi að manni, skallað hann í höfuðið og slegið hann með billjardkjuða í kviðinn sem við það brotnaði og í kjölfarið rifið af honum gleraugu hans og slegið hann með krepptum hnefa í andlitið þannig að maðurinn féll í gólfið og því næst slegið hann með billjardkjuða í bakið þar sem hann lá varnarlaus á gólfinu, allt með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut yfirborðsáverka á kvið, mjóbaki og mjaðmagrind, en brotið má rekja til þjóðernisuppruna og litarháttar mannsins.
Þá var hann einnig ákærður fyrir fíkniefniefnalagabrot og brot á umferðarlögum.
Pétur játaði öll brot sín en samkvæmt dómnum hefur hann verið ítrekað dæmdur fyrir hin og þess brot.
Hann var dæmdur í fimm mánaða fangelsi en er dómurinn skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða manninum sem hann hótaði að nauðga 400 þúsund krónur auk vaxta. Hann þarf sömuleiðis að greiða allan málskostnað.
Komment