1
Heimur

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu

2
Fólk

Halldórshús í Mosfellsbæ sett á sölu

3
Peningar

Nítján auðmenn á Suðurlandi sem hafa það gott

4
Innlent

Seðlabankastjóri rannsakaður

5
Innlent

Egill skilur ekki Snorra Másson

6
Innlent

Illugi segir frá hrottalegum örlögum heillar fjölskyldu

7
Landið

Minnisvarði um flugslys í Glerárdal afhjúpaður á sunnudag

8
Innlent

Sigurður ræktaði kannabisplöntur í hjónaherberginu

9
Fólk

„Kastalinn“ í Kópavogi falur

10
Pólitík

„Munum að síðasta heimstyrjöld hófst einmitt með árás á Pólland“

Til baka

Prófessor við Yale sem rannsakar fasisma yfirgefur Bandaríkin

Flytur til Kanada til að „búa í landi sem er ekki að breytast í fasískt einræði“.

Jason Stanley
Jason StanleySkrifaði bókina How Fascism Works og Erasing History: How Fascists Rewrite the Past to Control the Future.
Mynd: Yale

Prófessor við Yale-háskóla sem er þekktur fyrir bókina How Fascism Works, hefur ákveðið að yfirgefa bandaríska háskólann og flytja til Kanada. Ástæðuna segir hann vera að hann hafi tekið ákvörðun um að „ala upp börnin [sín] í landi sem er ekki að breytast í fasískt einræði“.

Ein af ástæðum þess að heimspekingurinn Jason Stanley tók ákvörðunina var að Columbia-háskóli í New York ákvað að ganga að kröfum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, eftir að hann hafði gefið út forsetatilskipun um að svipta skólann ríkisfjármögnun. Kröfurnar snerust um að þrengja að rétti nemenda til þess að mótmæla, auka öryggisheimildir og innleiða „innri endurskoðun“ ýmissa námsgreina, eins og Miðausturlandafræða. „Columbia var bara viðvörun. Ég varð áhyggjufullur vegna þess að ég sá ekki sterk viðbrögð hjá öðrum háskólum til að standa með Columbia,“ segir Stanley við breska miðilinn Guardian.

Stanley skrifaði grein í Guardian nýverið þar sem hann varaði við því að það gæti leitt yfir fólk mannréttindabrot að veita kennslu um kerfisbundinn rasisma, eins og túlkun Trump-stjórnarinnar væri. Þetta myndi leiða af sér „menntunarlegt einræði“.

Stanley segist síður líta svo á að hann sé að „flýja Bandaríkin“ og fremur að hann sé að ganga til liðs við Kanada, sem sé skotmark Trumps eins og Yale-háskólinn.

„Hluti af þessu er að maður er að fara, vegna þess að það er eins og að yfirgefa Þýskaland árin 1932, 33 eða 34. Það er ákveðinn samhljómur. Amma mín yfirgaf Berlín með pabba mínum 1939. Þannig að þetta er fjölskylduhefð,“ sagði Stanley.

Stanley mun hefja störf hjá Munk School of Global affairs & Public Policy í Toronto. Þar í borginni starfar annar fræðimaður sem yfirgaf Yale fyrir Kanada, sagnfræðingurinn Timothy Snyder, sem er þekktur fyrir bók sína On Tyranny, eða Um alræði. Hann fór ásamt eiginkonu sinni, sagnfræðingnum Marci Shore, sem segist „óttast borgarastríð“. „Ég skynjaði að í þetta sinn, eftir seinna kjör Trumps, yrði allt mun verra en í fyrra skiptið - allt aðhald [e. checks and balances] hefur verið sundurlimað. Ég finn að landið verður í frjálsu falli. Ég er hrædd um að það verði borgarastríð. Og ég vil ekki draga börnin mín inn í það. Ég hef efasemdir um að Yale eða nokkur annar bandarískur háskóli geti verndað nemendur eða starfsfólk.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Repúblikanar fella tillögu um að birta Epstein-skjöl
Heimur

Repúblikanar fella tillögu um að birta Epstein-skjöl

„Ég hef alltaf sagt að rétt sé að birta þessi skjöl og treysta bandarísku þjóðinni“
Alþingismanni ekki borist kæra
Innlent

Alþingismanni ekki borist kæra

„Kastalinn“ í Kópavogi falur
Fólk

„Kastalinn“ í Kópavogi falur

Fimm vísbendingar í leitinni að morðingja Charlie Kirk
Heimur

Fimm vísbendingar í leitinni að morðingja Charlie Kirk

Starfsmenn álversins á Reyðarfirði kjósa um verkfall
Landið

Starfsmenn álversins á Reyðarfirði kjósa um verkfall

Eitt af blómum Páls Óskars
Menning

Eitt af blómum Páls Óskars

Illugi segir frá hrottalegum örlögum heillar fjölskyldu
Innlent

Illugi segir frá hrottalegum örlögum heillar fjölskyldu

Seðlabankastjóri rannsakaður
Innlent

Seðlabankastjóri rannsakaður

Handtekinn grunaður um ólöglega dvöl á Íslandi
Innlent

Handtekinn grunaður um ólöglega dvöl á Íslandi

Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu
Heimur

Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu

Samstöðuganga fyrir Palestínu í Reykjavík og á Akureyri
Innlent

Samstöðuganga fyrir Palestínu í Reykjavík og á Akureyri

Lék með Sacramento Kings en semur nú við Álftanes
Sport

Lék með Sacramento Kings en semur nú við Álftanes

Krefst aðgerða vegna stöðu láglaunafólks og húsnæðisvanda
Peningar

Krefst aðgerða vegna stöðu láglaunafólks og húsnæðisvanda

Heimur

Repúblikanar fella tillögu um að birta Epstein-skjöl
Heimur

Repúblikanar fella tillögu um að birta Epstein-skjöl

„Ég hef alltaf sagt að rétt sé að birta þessi skjöl og treysta bandarísku þjóðinni“
Eldri maður lést eftir að hafa verið bjargað úr sjó á Gran Canaria
Heimur

Eldri maður lést eftir að hafa verið bjargað úr sjó á Gran Canaria

Fimm vísbendingar í leitinni að morðingja Charlie Kirk
Heimur

Fimm vísbendingar í leitinni að morðingja Charlie Kirk

Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu
Heimur

Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu

Morðingi Charlie Kirk enn laus en byssan er fundin
Heimur

Morðingi Charlie Kirk enn laus en byssan er fundin

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu
Heimur

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu

Loka auglýsingu