Áhorfendur púuðu hressilega á dómara leiks Íslands gegn Frakklandi sem átti sér stað fyrr í kvöld þegar þeir voru kynntir til leiks en dómararnir koma allir frá Ísrael.
Orel Grinfeeld var aðaldómari leiksins en með honum voru Roy Hassan og Matityahu Yakobov aðstoðardómarar og Gal Leibovitz fjórði dómari.
Á blaðamannafundi eftir leikinn sagðist Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands, ekki hafa tekið eftir því að púað hafi verið á dómara leiksins en fullorðið fólk þurfi að fá að ráða eigin gjörðum.
Gera má ráð fyrir að ástæða þess að púað var á þá sé þjóðarmorð Ísrael á Palestínumönnum sem staðið hefur yfir í tæp tvö ár.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment