
Ezekiel O. K. Owolabi, betur þekktur sem rapparinn Ezekiel Carl, hefur verið dæmdur í fangelsi en dómur þess efnis var birtur fyrir stuttu.
Hann var ákærður fyrir líkamsárás, með því að hafa, sunnudaginn 4. ágúst 2024, fyrir utan ónefndan stað í Austurstræti, veist með ofbeldi að manni og slegið hann þrisvar sinnum með krepptum hnefa í andlitið, með þeim afleiðingum að hann rotaðist og hlaut sprungu í húð ofan við vinstri augabrún, bólgu yfir kinnbeini og hrufl.
Rapparinn játaði brot sitt skýlaust en hann hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi.
Ezekiel var dæmdur í 30 daga fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða fórnarlambi sínu 300 þúsund krónur.
Rapparinn hefur verið mjög áberandi undanfarin tíu ár í tónlistarheiminum og kannast margir eflaust við lögin Líður svo vel, Áttaviltur og Ísbíllinn - Ingi Bauer remix.
Komment